fbpx

Betri tímastjórnun

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Við höfum öll jafn mikið af honum – 24 klukkustundir á dag, 7 daga í viku – ekki minna og ekki meira. Við höfum öll of mikið að gera. Við höfum öll mismunandi skilgreiningar á hugtakinu tími. Samkvæmt stjórnunarfræðingnum Peter Drucker er tíminn sá sjóður sem mestur skortur er á. Benjamin Franklin aftur á móti sagði að tími væri peningar. Tíminn er þó miklu meira virði en peningar, því við getum alltaf aflað meiri peninga, en við getum ekki endurlifað lífinu. Fyrir suma er tíminn drifkraftur, endalaus, lúxus, mesta auðlindin. Aðrir upplifa hann sem streitu, takmarkaðan, hamlandi og sóun.

Flestir kvarta undan tímaleysi, við virðumst aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur og ljúka við það sem skiptir okkur mestu máli. Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við höfum ekki náð að gera neitt. Við látum stjórnast af áreitum í kringum okkur og erum allan daginn í viðbragðsstöðu í stað þess að einblína á það sem skiptir raunverulega máli.

Efnisskrá

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur.

 Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Ytri og innri tímaþjófar
  • Greining á tímavörslu
  • Forgangsröðun, skipulagning og áætlanagerð
  • Truflanir af ýmsum toga
  • Fundir og fundarstjórnun
  • Að segja nei
  • Markmiðasetning

Ávinningur:

  • Betri skipulagning á eigin vinnu
  • Betri forgangsröðun verkefna
  • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin
  • Meiri árangur og margfalt meiri afköst

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar
  • Virk þátttaka
Kennarar

Kennari: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Kostnaður

Tími: Mið. 23. jan. kl. 12.30-16:30.
Verð: 18.000 kr.
Staður: stofa N201 Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða