fbpx

Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir í kennslu: Bætt hegðun, betri líðan

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

Námskeiðið er einnig í fjarkennslu.

Í skóla án aðgreiningar þarf starfsfólk að geta mætt ólíkum þörfum nemenda og tekist á við hegðunarvanda hjá einstaka nemendum og hópum. Á þessu námskeiði læra þátttakendur hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Kynntar verða aðferðir sem gagnast einstaka nemendum, litlum hópum og bekknum í heild, eru auðveldar í framkvæmd og hafa það markmið að bæta hegðun og auka vellíðan.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestri, sýnidæmum, verkefnavinnu og umræðum. Kynntar verða aðferðir meðal annars til að kenna reglur, halda góðri bekkjarstjórnun, mæta hreyfi- og snertiþörf nemenda, kenna félagsfærni, brjóta upp kennslu og fyrirbyggja og takast á við mótþróa á einfaldan hátt. Aðferðirnar verða settar í samhengi meðal annars með umfjöllun um samsetningu nemendahópsins og um eðli hegðunar.

Fyrir hverja?
Alla þá sem starfa með börnum og unglingum innan grunnskólans eða í ráðgjöf við starfsfólk grunnskóla, svo sem kennara, sérkennara, þroskaþjálfa og sérfræðinga á skólaskrifstofum.

Efnisskrá

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvers vegna það er þörf á fræðslu um hagnýtar aðferðir í kennslu.
  • Eðli hegðunar og áætlun til að takast á við erfiða hegðun nemenda.
  • Hvað gagnast best til að fá nemendur til samvinnu.
  • Hagnýtar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun einstaklinga, lítilla hópa og nemendahópsins í heild.

Ávinningur þinn:

  • Aukinn skilningur og ný sýn á samsetningu nemendahópsins og hvers vegna erfið hegðun breytist ekki heldur versnar og stigmagnast ef ekkert er gert.
  • Aukinn skilningur á hverju er hægt að breyta í eigin hegðun og umhverfinu til gera nemendur betur í stakk búna til að tileinka sér námsefni og líða vel í skólanum.
  • Lærir hvernig er hægt að gera áætlun um íhlutun fyrir erfiða hegðun hjá einstaka nemendum og leiðir til að fyrirbyggja og takast á við mótþróa.
  • Lærir hvernig er hægt að koma til móts við hreyfi- og snertiþörf nemenda með ADHD, einhverfu og skildar raskanir.
  • Lærir einfaldar leiðir til að ýta undir og viðhalda æskilegri hegðun hjá bekknum í heild.  
Dagskrá

Tími: Mán.14. og þri. 15. okt. kl. 13 til 16.
Stofa: N202 þann 14. og M202 þann 15. á Sólborg HA - 2. hæð. 

Kennarar

Elísa Guðnadóttir sálfræðingur með BA og Cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts árin 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Í því starfi lagði hún áherslu á áhorf í umhverfi barnsins, kortlagningu vandans og snemmtæka íhlutun óháð því hvort barnið væri með greiningu eða ekki.
Frá 2017 hefur Elísa starfað á Sálstofunni (www.salstofan.is) sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem starfið felst fyrst og fremst í meðferð, ráðgjöf og greiningum vegna hegðunar- og tilfinningavanda. Elísa hefur haldið fjölda námskeiða um hegðunar- og tilfinningavanda leik- og grunnskólabarna og leiðir til að fyrirbyggja og takast á við vandann innan skólakerfisins.   

Kostnaður

Verð: 32.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða