fbpx

KVÍÐI BARNA OG UNGLINGA (FYRIR FORELDRA)

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

Á námskeiðinu, sem byggist meðal annars á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um:

  • Eðli og birtingarmynd kvíða hjá börnum og unglingum.
  • Helstu kvíðaraskanir barna og unglinga.
  • Helstu orsakir og viðhaldandi þætti eins og skipulag aðstæðna, hughreysting, neikvæðar hugsanir og hugsanaskekkjur og flótti og forðun.
  • Aðferðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir og styðji við kvíðalausa hegðun.
  • Aðferðir sem hjálpa börnum að ráða betur við líkamleg einkenni kvíða. 
  • Æskileg viðbrögð við kvíðahegðun og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíða með stigvaxandi hætti.
Efnisskrá
  • Námskeiðið byggist á fyrirlestri og einföldum verkefnum í tengslum við ofangreinda þætti sem unnin eru út frá dæmum sem þátttakendur fá eða vanda sem þátttakendur eru að glíma við hjá börnunum sínum. Gefin verða dæmi og sýnd kennslugögn með aðferðum sem henta ólíkum aldursskeiðum (2-7 ára, 8-12 ára og 13-16 ára).

Ávinningur þinn:

  • Að þekkja helstu einkenni kvíða hjá börnum og unglingum.
  • Aukin færni í að bera kennsl á hvenær kvíði er orðinn vandamál.
  • Aukin þekking á gagnlegum aðferðum til að aðstoða börn og unglinga við að takast á við kvíða og leiðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir kvíðalausa hegðun og hugrekki.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað foreldrum, ömmum, öfum, frændum og frænkum, eða öllum þeim sem hafa áhuga á að læra meira um kvíða barna og unglinga og hvað virkar vel til að takast á við kvíðapúkann.

Kennarar

Kennari: Elísa Guðnadóttir sálfræðingur með BA og Cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts árin 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Frá 2017 hefur Elísa starfað á Sálstofunni (www.salstofan.is) sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem starfið felst fyrst og fremst í meðferð og ráðgjöf vegna hegðunar- og tilfinningavanda. Elísa stundar samhliða Sérnám í hugrænni atferlismeðferð. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða um kvíða barna og unglinga fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla og verið kennari á kvíðanámskeiðunum Klókir krakkar (fyrir 8-12 ára börn og foreldra þeirra) og Klókir litlir krakkar (fyrir foreldra 3-7 ára barna). 

Planning

Námskeiðið er í stofu L101 þann 5. feb. og L202 þann 19. feb.

Kostnaður

Tími: Þri. 5. og 19. feb. kl. 16-19.
Verð: 22.000 kr.
Staður: Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða