-
Námsskeiðs gjald
kr 75.000
Yfirlit
Námskeið, ígildi 6 ECTS eininga, ætlað hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum sem sinna leiðsögn nemenda og nýrra starfsmanna á heilbrigðisstofnunum. Nemendur geta sótt um að fá þessar einingar metnar í diplómu- eða meistaranám við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla.
Námskeiðið fylgir ákveðnum Evrópustöðlum í klínískri leiðsögn. Megintilgangur þess er að fagstéttir sem sinna leiðsögn á heilbrigðisstofnunum öðlist frekari þekkingu og færni til að auðvelda nemendum og nýliðum að tengja saman fræði og starf.
Efnisskrá
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er 30 kennslustundir sem kenndar verða í 3 lotum. Allt kennsluefni verður aðgengilegt inni á námsumhverfinu Moodle sem nemendur fá aðgang að fyrir upphaf námskeiðsins.
Fyrirlestrar í lotum 1 og 3 verða teknir upp og aðgengilegir á Moodle. Einnig verður hægt að tengjast fyrirlestrum með Zoom en linkur inn á Zoom verður aðgengilegur inni á Moodle.
Lota 2 verður eingöngu kennd í Háskólanum á Akureyri og verða þátttakendur að mæta til þess að fá þann hluta námskeiðs metinn. Þeir sem ekki mæta í lotu 2 geta ekki fengið meira en 4 ECTS ein. fyrir námskeiðið.
Námsfyrirkomulag: Fyrirlestrar og umræðutímar. Frekar upplýsingar um námsfyrirkomulag: hér
Námsmat: Umræðuverkefni og einstaklingsverkefni. Þátttakendur sem standast námskeiðið fá skírteini því til staðfestingar þar sem fram kemur einkunn og einingafjöldi. Einnig er mögulegt að sitja námskeiðið án þess að skila verkefnum og fá staðfesta þátttöku. (Vinna bak við 6 ECTS er 25-30 sinnum 6 = 150-180 vinnustundir. Undirbúningur, lestur heimilda, mæting, verkefnavinna, hlusta á upptökur).
Kennarar
Umsjónarkennarar: Dr. Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur, lektor við HA kristin@unak.is og Hafdís Skúladóttir hjúkrunarfræðingur MSc, doktorsnemi, lektor við HA hafdis@unak.is, veita frekari faglegar upplýsingar um námskeiðið.
Kostnaður
Tími:
Lota I - 22., 29. jan. og 5. feb. kl. 13:30-16:05.
Lota II - 14. feb. kl. 10:30-15:30 og 15. feb. kl. 8-14:30.
Lota III - 26. feb. og 5. mars kl. 12:35-16:05.
Verð: 75.000 kr.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða