fbpx

Skipulögð kennsla og vinnubrögð – TEACCH

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH (Treatment  and Education of Autistic and related Communication handicapped Children).

Hverjum ætlað Aðstandendum og fagfólki sem starfa með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum og á sambýlum, eða hvar sem einstaklingar með einhverfu búa og starfa.

Markmið Að þátttakendur fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH  og læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða. Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla eða vinnustað og/eða á heimilinu.

Efnisskrá

Efni og vinnulag Meðal efnis: Kynning á hugmyndafræði TEACCH og Skipulagðrar kennslu. Fjallað verður um hvernig aðferðir Skipulagðrar kennslu taka tillit til þeirrar skerðingar á taugaþroska sem fylgir einhverfu, s.s. í boðskiptum og félagslegum samskiptum. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Skipt er upp í hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með ýmsa þætti skipulagðrar kennslu s.s. að útbúa kennsluumhverfi, stundatöflur, vinnukerfi, skipulögð verkefni og annað sjónrænt skipulag.

Dagskrá

Tími: Námskeiðið er þrír dagar 29., 30. og 31. janúar kl. 9-16.
Staður: stofur L202 og L203.
Verð: 63.000 kr.

Kennarar

Áslaug Melax, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi, Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi og Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi. 

Planning

Námskeiðið er þrír dagar 23.-25. janúar kl. 9-16.

Stofur: 
23.1.- N202 og N203.
24.1.- N202 og N203
25.1.- M202 og N202 

Kostnaður

59.000Krónur - Foreldrar fá 50% afslátt

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða