Yfirlit
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH (Treatment and Education of Autistic and related Communication handicapped Children).
Hverjum ætlað Aðstandendum og fagfólki sem starfa með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum og á sambýlum, eða hvar sem einstaklingar með einhverfu búa og starfa.
Markmið Að þátttakendur fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH og læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða. Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla eða vinnustað og/eða á heimilinu.
Efnisskrá
Efni og vinnulag Meðal efnis: Kynning á hugmyndafræði TEACCH og Skipulagðrar kennslu. Fjallað verður um hvernig aðferðir Skipulagðrar kennslu taka tillit til þeirrar skerðingar á taugaþroska sem fylgir einhverfu, s.s. skerðing í boðskiptum og félagslegum samskiptum. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Skipt er upp í hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með ýmsa þætti skipulagðrar kennslu s.s. að útbúa kennsluumhverfi, stundatöflur, vinnukerfi, skipulögð verkefni og annað sjónrænt skipulag.
Kennarar
Áslaug Melax, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi, Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi og Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi.
Planning
Námskeiðið er þrír dagar 23.-25. janúar kl. 9-16.
Stofur:
23.1.- N202 og N203.
24.1.- N202 og N203
25.1.- M202 og N202
Kostnaður
59.000Krónur - Foreldrar fá 50% afslátt
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða