fbpx

Þróun náms og kennslu og upplýsingatækni -ÞNU1510160

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeið á framhaldsstigi (10 ECTS ein) í samstarfi við kennaradeild.

Forkröfur: Grunnnám úr háskóla.

Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fengist við viðfangsefni á sviði náms- og kennsluþróunar þar sem áhersla er lögð á notkun upplýsingatækni. Fjallað er um kennsluhætti og í því efni er áhersla lögð á hagnýtingu upplýsingatækni til að mæta mismunandi þörfum nemenda og efla nám og kennslu allra nemenda. Viðfangsefnin miða að því að nemendur dýpki eigin þekkingu, meti með gagnrýnum hætti rannsóknir á sviðinu og auki hæfni sína til að takast á hendur kennsluþróun og rannsóknir með áherslu á upplýsingatækni, hvort heldur sem er á vettvangi starfs eða á akademískum vettvangi.

Hæfniviðmið:
Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • geta gefið greinargott yfirlit yfir mismunandi kennsluhætti þar sem upplýsingatækni er nýtt og lagt mat á kosti þeirra og takmarkanir fyrir nám og kennslu,
  • geta nýtt rannsóknir á notkun upplýsingatækni í námi og kennslu til að meta hvernig nýta má hana til að mæta mismunandi þörfum nemenda,
  • geta beitt fenginni þekkingu á viðfangsefnum námskeiðsins og hugtökum sem þeim tengjast, jafnt í umræðum sem fræðilegum skrifum,
  • geta nýtt fengna fræðilega þekkingu og leikni til að takast á hendur verkefni á sviði kennsluþróunar og rannsókna,
  • hafa hæfni til að til afla sér frekari þekkingar og leikni á því sviði sem viðfangsefni námskeiðsins taka til.

Námsmat:
Nemendafyrirlestrar og verkefni. Einnig er hægt að ljúka námskeiðinu án eininga með staðfestingu á þátttöku.

Efnisskrá

 

 

Dagskrá

Námskeiðsdagar á Sólborg HA eru:
 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Kl.

Stofa

Lota 1

20. janúar

21. janúar

13.30–17.55

K201

Lota 2

24. febrúar

25. febrúar

13.30–17.55

K201

Lota 3

23. mars

24. mars

13.30–17.55

K201

 

Kennarar

Sólveig Zophoníasdóttir aðjúnkt við kennaradeild.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða