Um Símenntun
Námskeið á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri eru opin öllum, en oft með áherslu á sérstaka markhópa.
Leiðarljós
Símenntun Háskólans á Akureyri er ætlað að leitast við að bjóða upp á alhliða sí- og endurmenntun á háskólastigi með þarfir viðskiptavina og hagkvæmni í rekstri að leiðarljósi.
Kostnaður
Símenntun Háskólans á Akureyri er sjálfstæð eining innan háskólans og nýtur ekki fjárveitinga frá Alþingi. Starfsemi Símenntunar þarf að standa undir útlögðum kostnaði og taka tillit til samkeppnislaga. Símenntun greiðir fyrir þá þjónustu sem starfsemin nýtur innan skólans eins og tölvuþjónustu, húsaleigu fyrir starfsmenn og stofuleigu vegna námskeiða sem haldin eru í skólanum. Þá er gerð arðsemiskrafa til starfseminnar vegna annarrar þjónustu sem varða umsýslu launa starfsmanna, reikningshald og fjárhagslegt uppgjör starfsemi Símenntunar.
Hafið samband
Fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við Símenntun HA varðandi ábendingar og óskir um nám eða námskeið á netfangið simenntunha@simenntunha.is
Starfsfólk Símenntunar
Stefán Guðnason
Forstöðumaður Símenntunar
sg@unak.is
4608088
Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir
Verkefnastjóri Símenntunar/Stjórnendanáms Stjórnendafræðslunnar.
asdisth@unak.is
4608047


