fbpx

Forritunarnámskeiðin

Símenntun býður upp á röð forritunarnámskeiða þessa önnina og hófst það fyrsta í dag, Inngangur að forritun. Leikjaforritun hefst 13. febrúar, Vefforritun hefst 20. febrúar og Python-forritun hefst 27. febrúar. Hérna má sjá nánari upplýsingar um forritunarnámskeiðin.

Námskeiðin eru í 100% fjarnámi og taka 2-3 vikur. Símenntun býður 20% afslátt af seinni námskeiðum í röðinni ef þátttakendur skrá sig á fleiri en 1 námskeið.

Námskeiðin hafa öll mismunandi áherslur og er skipulagið sett upp þannig að fólk horfir á fyrirlestra á þeim tíma sem hentar og framkvæmir verkefni sömuleiðis á þeim tíma sem hentar.

Python forritunarnámskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem stefna á tölvunarfræði og er farið vel í grunnatriðin til að undirbúa undir námið.

Kennari námskeiðanna er Rúnar Vestmann tölvunarfræðingur og starfar hann sem forritari hjá Stefnu en var áður dæmatímakennari við HR svo Rúnar þekkir nákvæmlega hvað þarf til að undirbúa sig vel fyrir námið.