Leiðbeiningar

Ef greiðandi reiknings er annar en nemandi

Þegar komið er á seinni síðuna í skráningarferlinu birtist ykkur þessi gluggi. Hakið við „Greiðandi er ekki sá sami og nemandi“

Þegar þið hakið í „Greiðandi er ekki sá sami og nemandi“ breytist síðan og nýtt skráningarform kemur upp.

Þar sem kerfið okkar er leiðinlega kassalaga hvað þetta varðar þarf aðeins að horfa fram hjá merkingunum, ef svo má að orði komast. Fornafn og eftirnafn er í þessum skilning fornafn og eftirnafn þess sem greiðir reikninginn.

Ef um fyrirtæki er að ræða eða stofnun er gott að skrá líkt og er gert hér að neðan. Eins ef þetta er stofnun, setjið þá stofnunina undir fornafn og viðfang undir eftirnafn. Fornafn: Háskólinn á Akureyri, eftirnafn: Vegna SímenntunarHA.
Ef það er ekkert sem hægt er að setja sem „eftirnafn“ setjið þá bara -.

Skráið síðan heimilisfang viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar í þá reiti sem við á.

Athugið að setja nafn greiðanda í reitinn. Ef sveitarfélagið er að greiða fyrir reikninginn skal ekki setja nafn stofnunar innan sveitarfélagsins sem unnið er hjá heldur sveitarfélagið sjálft.

Notandi er þegar á skrá/vandræði við innskráningu

Ef um villumeldingu varðandi heimilisfang er að ræða, þá þarf að gæta þess að hafa húsnúmer, jafnvel ef um sveitabæ er að ræða. Þá er gott að setja bara 0 eða 1 fyrir aftan

Ef upp koma vandamál við innskráningu má oft rekja það til þess að viðskiptavinur er nú þegar á skrá hjá okkur.

Byrjið á að smella á innskráning þegar þið eruð að skrá ykkur í námskeið.

Því næst smellið þið á Gleymt lykilorð

Sláið því næst inn tölvupóstfangið sem þið notuðuð til að skrá ykkur á námskeiðið og smellið á senda tölvupóst.

Athugið þá póstinn ykkar næst, athugið að þessi póstur getur endað í ruslkörfunni!

Smellið á hlekkinn sem gefinn er upp.

Þá opnast síða þar sem þið sláið inn lykilorðið sem þið viljið nota. Athugið að einungis þarf að slá inn lykilorðið einu sinni. Ef ykkur verður á í messunni og ýtið óvart á einhvern takka á lyklaborðinu sem veldur því að lykilorðið er rangt, þá getið þið endurtekið skrefin hér að ofan.  

Þegar þið hafið endurstillt lykilorðið ykkar skráið þið ykkur inn með nýja lykilorðinu og þá ættuð þið að vera komin inn á bakendakerfið okkar.

Ef þið eruð að fara inn á námskeið í Canvas, finnið þá námskeiðið í listanum og smellið á „Farðu í námskeið“

Þá opnast námskeiðið í Canvas. Hægt er að fara beint inn á Canvas með því að fara inn á canvas.unak.is

Ef að spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband á simenntunha@simenntunha.is