fbpx

Málþing um fjölmiðlun á landsbyggðinni og stuðning við einkarekna fjölmiðla Málþingið 23. mars var mjög vel heppnað

Á málþingið komu fulltrúar héraðsfréttamiðla úr mörgum landshlutum ásamt Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Lilja gerði grein fyrir hugmyndum sínum og frumvarpi um stuðning við fjölmiðla og náðist árangursríkt samtal milli hennar og talsmanna héraðsmiðla og annarra um hvar skórinn kreppir í rekstri staðbundinna miðla. Greinilegt var að forsvarsmenn svæðisbundinna miðla binda miklar vonir við frumvarpið, og að það geti jafnvel skilið milli lífs og dauða hjá gamalgrónum héraðsmiðlum. Fram kom hjá ráðherra að hún mat mikils að fá „beint í æð“ þessi sjónarmið, enda hafi þau ekki verið eins áberandi á fundum á höfuðborgarsvæðinu þar sem frumvarpið hefur verið til umfjöllunar.