fbpx

MBA í samstarfi við IHU

-Skráningafrestur til 12. ágúst-

Samstarf Háskólans á Akureyri við University of Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi gerir áhugasömum kleift að stunda nám við UHI í fjarnámi. Nemendur geta valið mismunadi áherslur í náminu. Grunnnámskeiðin eru þau sömu og aðgreiningin á sér ekki stað fyrr en á öðru misseri. 
Námið, sem spannar tvö misseri, fer alfarið fram á netinu. Þann 5. september verður vinnudagur fyrir væntanlega nemendur í Háskólanum á Akureyri með það að markmiði að undirbúa nemendur að vinna í fjarnámi og einnig að mynda tengsl sín í milli.
Í náminu njóta nemendur tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á.
Þar sem námið er alfarið í höndum Unviersity of Higlands and Islands fer kennslan fram á ensku,.
Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi.