Að læra af einum atburði

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Yfirleitt missum við af tækifærinu til að læra af óvæntum atburðum.
Hvernig breytum við því?

 • Hvers vegna selst ekki nýja varan?
 • Hvað skýrir óvænt frávik frá áætlun?
 • Hvers vegna hætti lykilstarfsmaður fyrirvaralaust?
 • Hvers vegna misstum við allt í einu mikilvægan viðskiptavin?

Eitt það mikilvægasta sem greinir á milli fyrirtækja og stofnana sem standa sig frábærlega, og hinna sem standa sig í meðallagi vel, er hæfileikinn til að læra og bregðast við á grunni reynslu.

Þegar eitthvað óvænt gerist felur það í sér tækifæri til að læra. Til þess er nauðsynlegt að greina undirliggjandi orsakir fyrir bilinu milli þess sem við bjuggumst við, og þess sem í raun og veru gerðist.

En yfirleitt lærum við því miður ekkert af óvæntum atburðum. Í stað þess að læra er reynt að finna sökudólg, grípa nærtækustu skýringuna, án þess að vita hvort hún á við, og milda afleiðingarnar.

Grunnorsök þess að atburður kemur á óvart getur legið í þrennu:

 • Í fyrsta lagi sjaldgæfu tölfræðilegu fráviki.
 • Í öðru lagi að mistök hafi verið gerð.
 • Í þriðja lagi að veruleikinn sé ekki lengur í samræmi við viðmið okkar. Oftar en ekki er þetta skýringin og útskýrir gjarnan miklu fleira en atburðinn sem verið er að greina.

“Að læra af einum atburði” er áhrifarík leið til að greina hratt grunnorsök þess að atburður kemur á óvart. Beitt er röklegri greiningu orsaka og afleiðinga til að finna undirliggjandi misræmi milli veruleikans og hugmyndar okkar um hann.

Aðferðin grundvallast á röklegu hugsunarferli (Logical Thinking Process), sem er ein áhrifamesta aðferðafræði sem fram hefur komið til að ná fram viðvarandi umbótum í flóknum kerfum. Aðferðin “Að læra af einum atburði” var þróuð af Eli Schragenheim og Avner Passal kringum aldamótin 2000. Hún hefur síðan verið notuð með frábærum árangri um allan heim.

“Að læra af einum atburði” nýtist til að gera fyrirtæki og stofnanir betur í stakk búin til að læra og ná þannig viðvarandi framúrskarandi árangri. Aðferðin er einnig gagnleg í persónulega lífinu, til dæmis til að svara spurningum sem koma upp í kjölfar atvinnumissis, sambandsslita eða annarra stórra neikvæðra atburða í einkalífinu.

Tími: Fös. 3. apríl kl. 8:30-12:30.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er aðeins í fjarkennslu í zoom vegna aðstæðna í samfélaginu.

Efnisskrá
 • Bakgrunnur: Stutt kynning á stjórnun hindrana og röklegu hugsunarferli.
 • Aðferðin “Að læra af einum atburði” kynnt og útskýrð með praktískum dæmum.
 • Ítarleg yfirferð og útskýringar á tegundum röktengsla sem aðferðin styðst við.
 • Þátttakendur útfæra 2-3 greiningar í hópum, með stuðningi leiðbeinanda. Byggt er á praktískum dæmisögum sem útbýtt er fyrir námskeiðið.
 • Hóparnir kynna niðurstöður sínar.
Kennarar

Þorsteinn Siglaugsson BA í heimspeki frá HÍ og MBA próf frá INSEAD. Hann hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun, ráðgjöf og greiningarvinnu. Þorsteinn er jafnframt framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sjónarrönd ehf. sem sérhæfir sig í áætlanagerð fyrirtækja og stofnana. Hann er stjórnarmaður í stefnumótunarhópi Stjórnvísi, fastur greinahöfundur á FP&A Trends.com. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process aðferðafræðinni og náinn samstarfsmaður höfundarins, H. William Dettmer. Hann hefur undanfarið kennt námskeið í stefnumótun, áætlanagerð og úrlausn vandamála bæði hér heima og erlendis.

Kostnaður

21.000 kr.

Umsagnir um námskeið
 • Á námskeiðinu fékk ég góð verkfæri í hendur til að skila af mér markvissari verkefnastjórn.
 • Námskeiðið hjálpaði mér að efla gagnrýna hugsun og að þekkja betur mun á markmiði og leiðinni að því.
Upphafsdagur
Upphafsdagur03 Apr 20
Tímalengd
Verðkr 21.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða