Aðfaranámskeið í fræðilegri ritun

- Sumarskóli

Yfirlit

Undirbúningsnámskeið í fræðilegri ritun verður haldið í ágúst. 

Námslýsing: Farið verður yfir atriði eins og málsnið, orðfæri, flæði og samhengi, hugtakanotkun, samþættingu texta og heimilda og grunnatriði varðandi meðferð og utanumhald heimilda og tilvísana.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu og þannig aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu, sem skrá sig og greiða námskeiðsgjald.

Efnisskrá

Lesefni: Efni frá kennara.

Námsmat: Þar sem hér er um undirbúningsáfanga að ræða sem ekki gefur námseiningar verður ekki um sérstakt námsmat að ræða.

Dagskrá

Námskeiðið stendur í eina viku frá 10.-14. ágúst 2020.

Kennarar

Kennari: Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið.

Kostnaður

Námskeiðsgjald kr. 3000.- greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða fyrir námskeiðið. Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða