BETRI ÁÆTLANIR – NÝJUNGAR Í ÁÆTLANAGERÐ

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Til hvers gerum við rekstraráætlanir? Hvernig gagnast þær til að ná betri árangri? Gera þær það í raun og veru? Hver eru helstu vandamálin við áætlanagerðina og hvernig getum við leyst úr þeim með hætti sem hentar okkar starfsemi og skipulagi?
Flest lítum við á áætlanagerð sem grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja og stofnana. En áætlanagerð eins og við þekkjum hana í dag á sér í raun ekki langa sögu. Og flestir sem koma nærri áætlanagerð kannast við ýmis vandamál sem eru henni samfara.
Á undanförnum árum hefur gagnrýni á hefðbundna áætlanagerð farið vaxandi og hafa nýjar nálganir í áætlanagerð fyrirtækja og stofnana verið að ryðja sér til rúms. Þar á meðal má nefna rúllandi rekstrarspár, Beyond Budgeting, Driver-based planning og Zero-based budgeting.

Efnisskrá

Umfjöllun:

  • Gagnrýni sem beint hefur verið að hefðbundinni áætlanagerð og vandamálin sem hún grundvallast á.
  • Veitt er yfirsýn yfir þær nýju nálganir sem sprottið hafa upp úr þessari gagnrýni, hvað aðgreinir þær, reynsluna af notkun þeirra og áhrif á stjórnarhætti, skipulag og árangursmælingar.
  • Kynnt er hvernig nota má verkfæri röklegrar greiningar (Logical Thinking Process) til að meta hvers konar nálgun hentar, byggt á skipulagi, umhverfi, menningu og meginmarkmiðum eigin fyrirtækis eða stofnunar.

Ávinningur:
Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa góða yfirsýn yfir einkenni, kosti og galla mismunandi aðferða við áætlanagerð og geta beitt röklegri greiningu til að komast að niðurstöðu um hvaða nálgun hentar eigin fyrirtæki eða stofnun best.

Kennarar

Kennari: Þorsteinn Siglaugsson BA í heimspeki og MBA frá INSEAD. Hann hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun, ráðgjöf og greiningarvinnu. Þorsteinn er framkvæmdastjóri hjá Sjónarrönd ehf. og hefur starfað að ráðgjöf við áætlanagerð og árangursmælingar síðast liðin 15 ár fyrir fjölda stórra og meðalstórra fyrirtækja og stofnana. 
Þorsteinn er félagi í Beyond Budgeting Roundtable, stjórnarmaður í stefnumótunarhópi Stjórnvísi, fastur greinahöfundur á FP&A Trends.com og vottaður ráðgjafi í Logical Thinking Processaðferðafræðinni. Hann hefur kennt námskeið í áætlanagerð og árangursmælingum bæði hér heima og erlendis.
 

Planning

Námskeiðið stendur yfir í einn dag frá kl. 9-17.

Kostnaður

Verð: 43.500 kr.
 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða