fbpx

Bókmenntakvöld með Guðrúnu Evu

- Menning

Yfirlit

Bókmenntakvöld með Guðrúnu Evu þar sem hún ræðir um tvær nýjust bækur sínar: Skegg Raspútíns frá 2016 og Ástin Texas sem kom út síðastliðinn nóvember. Um þá fyrrnefndu talar hún um hvernig það er að umbreyta nafngreindum nágrönnum í skáldsagnapersónur, án þess að vera gerð brottræk úr bænum. Og í sambandi við þá síðarnefndu ræðir hún um smásagnaformið versus skáldsagnaformið. Svo fer það eftir áhuga þátttakenda hvort umræður þróist um aðrar bækur hennar eða ritlist almennt.

 

Kennarar

Guðrún Eva Mínervudóttir er heimspekingur að mennt. Guðrún Eva hefur gefið út 13 bækur og eru sögur hennar sprottnar upp úr íslenskum samtíma. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur og Menningarverðlaun DV í tvígang: Árið 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy og aftur árið 2014 fyrir skáldsöguna Englaryk. Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Ástin, Texas árið 2019.

Planning

Mán. 4. feb. kl. 17-19:30.

Kostnaður

7.500 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða