fbpx

Brasilíufararnir

- Menning

Yfirlit

Árin 1863 og 1873 lögðu 39 Íslendingar land undir fót og fluttust búferlum til Brasilíu. Flestir þeirra voru úr Bárðardal, og annars staðar á norður- og norðausturlandi. Hópurinn settist að í suðurhluta Brasilíu og undu þau flest hagi sínum bærilega. Námskeiðið rekur sögu Brasilíufaranna, allt frá aðdraganda ferðanna hér á Íslandi til afkomenda þeirra í samtímanum í Brasilíu. Sögu íslensku Brasilíufaranna verður fléttað við sögu Brasilíu og þá miklu búferlaflutninga Evrópumanna á 19. öld en áætlað er að um 5 milljónir Evrópumanna hafi sest að í Brasilíu á 19. öld og fyrstu árum þeirrar 20.

Kennarar

Eyrún Eyþórsdóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands og aðjúnkt í félags- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Námskeiðið byggir á doktorsverkefni Eyrúnar um Brasilíufarana og afkomendur þeirra, og byggir að hluta til á viðtölum við þá auk gagna héðan og frá Brasilíu.

Planning

Tími: Þri. 12. og fim. 14. feb. kl. 19:30-21:30.

Kostnaður

12.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða