BRT0176 – Persónu- og barnaréttur

- ECTS námskeið

Yfirlit

- Í samstarfi við Lagadeild

Námskeið um persónu- og barnarétt:

 • Í persónuréttarhlutanum er áhersla lögð á þýðingu hugtakanna lögræði, sjálfræði og fjárræði. Einnig er fjallað um sviptingu lögræðis, nauðungarvistun og hlutverk lögráðamanna, ráðsmanna og yfirlögráðanda og meðferð fjármuna ófjárráða.
 • Í barnaréttarhlutanum er farið yfir réttarstöðu barna og lögð áhersla á faðerni, forsjá, lögheimili, umgengni og framfærslu barna. Einnig verður fjallað um barnavernd, hlutverk barnaverndaryfirvalda og málsmeðferð barnaverndarmála.

Opinbert heimasvæði námskeiðsins er á canvas. Þar verður námsefni aðgengilegt, svo sem upptökur af fyrirlestrum, fræðigreinar, bókarkaflar, myndskeið og annað tengt námskeiðinu. Allt kennsluefni, verkefni, tilkynningar og annað verður sett inn á canvas.

Námsmat til 6 ECTS eininga:
Verkefni og próf. Einnig er hægt að ljúka námskeiðinu án eininga með staðfestri þátttöku.

Fyrirkomulag fjarnáms

Að jafnaði er einn fyrirlestur í hverri viku, en fyrirlestrar eru að jafnaði teknir upp fyrir fram og gerðir aðgengilegir á canvas með hæfilegum fyrirvara fyrir umræðutíma. 

Umræðutímar eru í hverri viku í kennslustofu og á ZOOM. Ætlast er til þess að nemendur hafi lesið það efni sem er til umræðu og hlustað á fyrirlestra. Í umræðutímum gefst nemendum tækifæri til þess að koma að spurningum um það efni sem liggur til grundvallar umræðutímanum og ræða efnið til þess að auka á og dýpka skilning nemenda á efninu. 
Þeir sem taka þátt í umræðutímum á ZOOM: Athugið að vera með hljóðnema og kveikt á myndavélinni.

Dagskrá

Námsefni:
Hrefna Friðriksdóttir. (2013). Handbók: Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum. Reykjavík: Úlfljótur, tímarit lögfræðinga.
Lögræðislögin nr. 71/1997 ásamt grg. (1997). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálar.
Þau lög sem við eiga hverju sinni.

Uppgefið lesefni, verkefni og tímasetningar geta breyst, enda um áætlun að ræða. Breytingar verða tilkynntar með hæfilegum fyrirvara..

Kennslulotur:
Í lotum er gert ráð fyrir viðveru og eru lotur því ekki teknar upp. Ef nemandi kemst ekki í lotu, þá getur hann mætt í svokallaðri fjærveru, allar nánari upplýsingar um fjærverur er að finna hjá kennslumiðstöð.

2. sept.  – Kynning - Júlí & Dóra  

9. sept. – Persónuréttur – Dóra

Fjallað verður um inntak og þýðingu hugtakanna lögræði, sjálfræði og fjárræði. Þá verður fjallað um yfirlögráðanda, lögráðamenn og ráðsmenn, hlutverkum þeirra og stöðu. Jafnframt verður farið yfir reglur sem gilda um meðferð fjármuna ófjárráða.
Lesefni:

 • Lögræðislögin ásamt grg., bls. 5-26, 99-195

16. sept. – Persónuréttur – Dóra

Farið verður yfir sviptingu lögræðis og nauðungarvistun, hverjir geti gert slíkar kröfur, málsmeðferð þýðingu o.fl.
Lesefni:

 • Lögræðislögin ásamt grg., bls. 27-98,

23.-25. sept. LOTA

Verkefnavinna í persónurétti

30. sept. – Barnaréttur - Júlí

Fjallað verður um réttindi barna og ákvörðun faðernis og móðernis.
Lesefni:

 • Handbók, bls. 7-24, 26-74
 • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
 • Barnalög nr. 76/2003
 • Barnaverndarlög nr. 80/2002

7. október – Barnaréttur - Júlí

Fjallað verður um foreldraskyldur og forsjá, þýðingu lögheimilis og skipta búsetu
Lesefni:

 • Handbók, bls. 75-170
 • Barnalög nr. 76/2003

14. október – Barnaréttur - Júlí

Fjallað verður um umgengni og þau úrræði sem í boði eru ef umgengni er tálmað
Lesefni:

 • Handbók, bls. 171-220
 • Barnalög nr. 76/2003

21. október – Barnaréttur - Júlí

Fjallað verður um framfærslu barns og úrlausnir stjórnvalda á málum skv. barnalögum.
Lesefni:

 • Handbók, bls. 221-268
 • Barnalög nr. 76/2003

28. október – Barnavernd – Dóra

Farið yfir skipan barnaverndar og almenna málsmeðferð
Lesefni:

 • Barnaverndarlög nr. 80/2002

2.-6. nóv. LOTA

Verkefnavinna í barnarétti

11. nóvember - Barnavernd – Dóra

Farið verður yfir ráðstafanir barnaverndar-nefnda og málsmeðferð fyrir dómi.
 Lesefni:

 • Barnaverndarlög nr. 80/2002
Kennarar

Umsjónarkennari: Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og lögmaður hjá lögmönnum Norðurlandi
Aðrir kennarar: Halldóra K. Hauksdóttir, lögfræðingur á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar.

Ef nemendur hafa fyrirspurnir um kennsluefni, námsmat eða annað tengt námsskeiðinu, sem EKKI er að finna svör við í námskeiðsáætlun skal senda þær fyrirspurnir inn á spjallsvæði á canvas. Almennur vinnutími kennara er frá 8-16 á virkum dögum og geta nemendur ekki ætlast til þess að fá svör frá kennurum utan þess tíma, né heldur að svör fáist samdægurs.

Kostnaður

 Verð: 75.000 kr.

Upphafsdagur
Upphafsdagur02 Sep 20
TímalengdSímenntun
Verðkr 75.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða