fbpx

Byrjendalæsi – framhaldsnámskeið

- Miðstöð Skólaþróunar

Yfirlit

Þetta námskeið er framhald af Byrjendalæsi - grunnnámskeið.

Byrjendalæsi er samvirk nálgun í læsiskennslu nemenda á yngsta stigi.  Byrjendalæsi sækir innblástur til kenninga um hugsmíðahyggju og nám án aðgreiningar og gert er ráð fyrir að nemendur læri best í samfélagi jafningja, með samvinnu, stigskiptum stuðningi og hvers konar námsaðlögun sem auðveldar kennurum að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra og áhugasvið. Við samsetningu Byrjendalæsis var meðal annars stuðst við kenningar Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Ennfremur var sótt til NRP2000 rannsóknarinnar þar sem kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið.

Hagnýtar upplýsingar

Vakin er athygli á því að í ár verður námskeiðið rafrænt.  Námskeiðið að hausti er einn dagur 12. ágúst frá kl. 09:00-16:00. 

Opið er fyrir umsóknir til 14. júní. 

Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sé einn við sína tölvu.

Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulagið gefur Anna Sigrún Rafnsdóttir, annasigrun@unak.is  

Fyrirkomulag fjarnáms

Einn námskeiðsdagur að hausti og fimm smiðjur yfir skólaárið. 

Inntökuskilyrði

Kennarar þurfa að hafa lokið grunnnámskeiði í Byrjendalæsi og  starfa í skóla sem hafa lokið þróunarverkefninu Byrjendalæsi og vera undir handleiðslu leiðtoga í Byrjendalæsi. 

Kennarar

Anna Sigrún Rafnsdóttir

Íris Hrönn Kristinsdóttir

Jenný Gunnbjörnsdóttir

Kostnaður

Námskeiðsgjald er kr. 25000.- 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða