fbpx

CAT-kassinn og CAT-vef appið

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

CAT-kassinn (Cognitive Affective Training) Hugræn tilfinningaleg þjálfun
Fræðsla um notkun CAT-kassans. Myndbönd með dæmum um notkun. Þjálfun í að nota CAT-kassann og CAT-vef appið

CAT-kassinn kom út í íslenskri þýðingu þeirra Ásgerðar og Sigrúnar 2005. Síðan hafa þær þýtt CAT- appið og nú er komin þriðja útgáfa af CAT-kassanum

Áskrift að CAT-appinu er í gegnum heimasíðu CAT www.cat-kit.com.

Efnisskrá

CAT-kassinn er safn verkfæra sem eru til að auðvelda samræður um upplifanir, hugsanir og tilfinningar. CAT-kassinn er hannaður til að hjálpa einstaklingum sem á einhvern hátt eiga í erfiðleikum með slík samskipti. Hann hentar öllum aldurshópum.

CAT stendur fyrir Cognitive Affective Training (Hugræn tilfinningaleg þjálfun) og grunnhugmyndin er sú að með hjálp sjónrænna áþreifanlegra verkfæra ættum við að geta átt auðveldari samskipti hvert við annað. Gögn CAT- kassans geta virkað hvetjandi á samtal um gleði, sorg, áskoranir, vandamál og lausnaleit.

CAT-kassanum fylgir:

  • 60 andlit með mismunandi svipbrigðum og 60 tilfinningaorð sem tákna líðan og tilfinningalegt ástand í tíu mismunandi flokkum (Gleði, Öryggi, Ást, Undrun, Tilhlökkun, Skömm, Reiði, Viðbjóð, Ótta og Sorg). Hægt er að hala niður 140 auka andlitum: 50 stelpum, 50 strákum og 40 broskörlum. Einnig 50 auka tilfinningaorðum.
  • Kettir með mismunandi líkamstjáningu, sem hægt er að nota með andlitum og tilfinningaorðum.
  • Hegðunarspjald þar sem fjórar tegundir hegðunar eru settar fram í litum, auk 7 miða sem sýna ólíkar leiðir (líkamlegar athafnir, slökun, félagslegar athafnir, hugsanir, sérstök áhugamál, aðrar athafnir og óviðeigandi athafnir). Táknið „þumall upp” er notað til að einfalda viðbrögð.
  • Mælir, sem mælir styrkleika tilfinninga, hugsana, upplifana og áhuga á kvarðanum 0 – 10.
  • Líkaminn sem hægt er að skrifa og teikna á. Einnig eru 12 miðar yfir líkamstjáningu og 12 miðar yfir líkamsskynjun sem hægt er að hala niður og yfirlit með 24 líkamsorðu
  • Hringirnir mínir leggja sitt af mörkum til að skýra félagsleg tengsl og óskir og til að greina á milli þess sem er mikilvægt og síður mikilvægt.
  • Hjólið lýsir blæbrigðum og fjölbreytileika viðfangsefna þannig að viðmælandinn á auðveldara með að skilja.
  • Sólarhringurinn, Vikan og Árið eru verkfæri sem hjálpa til við að fylgjast með breytingum á aðstæðum og líðan í tíma og rúmi.
  • Að lokum eru þrjár mismunandi samtalsarkir sem hjálpa til við að skipuleggja samtölin.

Nýja CAT- kassanum fylgir einn aðgangur í eitt ár að vefappinu. CAT- appið er hægt að nota á PC, Mac og spjaldtölvu.

  • CAT- appið býður upp á spennandi möguleika í kennslunni meðan á samtölunum stendur. Hægt er að aðlaga öll verkfærin að hverjum notenda. Einnig er hægt setja inn myndir og myndbönd, búa til sín eigin andlit og tilfinningaorð og skipuleggja eigin atburðarrás með ýmsum verkfærum. Ef notandinn kýs að hætta og halda áfram síðar getur hann auðveldlega geymt efnið og byrjað aftur hvenær sem er.

Um höfundana:
Annette Møller Nielsen og Kirsten Callesen  eru báðar starfandi klínískir sálfræðingar í Danmörku.
Dr. Tony Attwood Ph.D. er starfandi sálfræðingur í Brisbane í Ástralíu og prófessor í sálfræði.

Á Facebooksíðu CAT (CAT-kit) má sjá mörg dæmi um notkunarmöguleika appsins. Þó dæmin séu þar á dönsku, sýna þau vel hinar ýmsu aðgerðir. Öll gögn CAT-kassans er að finna í appinu en þeim til viðbótar eru ýmsir nýir spennandi möguleikar. Hægt er þar að velja um tvær tegundir andlita, setja inn ljósmyndir, teikna, skrifa og prenta út. Allar aðgerðir vistast sjálfkrafa og kennari sem er með áskrift, getur verið með svæði fyrir sína nemendur í appinu. Þá geta foreldrar einnig gerst áskrifendur og notað appið með börnum sínum

Nánari upplýsingar um CAT-kassann eru á heimasíðunni www.cat-kit.com . Á Facebooksíðu CAT (CAT-Kit), má sjá fjölmörg dæmi um notkun CAT-appsins.

Dagskrá

Tími: Fim. 23. mars kl. 9-15:30 stofu L203 á Sólborg HA.

Kennarar

Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi.

Upphafsdagur
Upphafsdagur23 Mar 23
TímalengdSímenntun
Verðkr 33.500

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða