Fjarþjónusta fagaðila (online counselling and psychotherapy)

- 100% fjarnám

Yfirlit

Námskeiðið er í fjarkennslu með zoom.

Markhópur:

Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu. Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið viðurkenndu námi í ráðgjafar-  eða meðferðarvinnu (t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, markþjálfun eða öðru sambærilegu) og hafi reynslu af slíku starfi með skjólstæðingum. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12.

Tekið skla fram að fyrirlestrar varðandi lög og regluverk miðast við heilbrigðisstarfsstéttir en nýtast þó að mörgu leyti einnig fyrir aðrar stéttir sem vilja vanda til verka í ráðjöf og meðferð til skjólstæðinga í fjarvinnu.

Markmið námskeiðsins:

Að efla fagaðila, kynna fyrir þeim og veita þeim grunn í því að veita faglega þjónustu í fjarvinnu. Námskeiðið er í samvinnu við Academy for Online Counselling & Pshycotherapy í Bretlandi (the Academy) www.acadtherapy.online.

The Academy veitir 2 ETCS einingar til þeirra sem ljúka námskeiðinu og skila verkefnum. Þátttaka á námskeiðinu veitir nemendum einnig aðgang að rafrænu svæði með ýmsum greinum og gagnlegu efni.

Þetta námskeið er hugsað sem grunnur en mikilvægt er að afla sér víðtækrar þjálfunar í fjarvinnu til þess að tryggja bestu mögulegu meðferð/ráðgjöf á hverjum tíma. Á heimasíðu The Academy er hægt að skoða og sjá ýmis námskeið sem boðið er uppá varðandi faglega vinnu meðferðaraðila í fjarþjónustu.

Fyrirkomulag fjarnáms

Fyrirkomulag námskeiðsins:

Námskeiðið er eingöngu kennt í gegnum zoom og mikilvægt að þátttakendur hafi kynnt sér það og hafi tryggt að zoom virki í þeirra tölvu. Ekki er mælt með því að nota síma eða spjaldtölvu til að mæta á námskeiðið. Ekki er heldur mælt með Apple tækjum.

Kennslan fer fram með 2 klst. kennslustundum í alls 6 skipti og felast þær í fyrirlestrum, umræðum, verklegum æfingum og hópavinnu. Mikil áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku nemenda.

Nemendur sem vilja fá einingar fyrir námskeiðið skila tveimur verkefnum og hafa 80% mætingarskyldu á námskeiðið.

Efnisskrá

Efnisskrá:

Vika 1: Mismunandi form fjarvinnu – myndsamtal, samtal eingöngu með hljóði og samtal í rituðu máli. Hverju þarf að huga að við hvert form fyrir sig og hvernig þau eru ólík því að veita meðferð og ráðgjöf á staðnum. Hvers vegna velja einstaklingar og fagaðilar fjarþjónustu.

Vika 2: Tæknin og búnaðurinn sem notaður er til fjarvinnu – hvað er viðeigandi og hvað ekki. Fyrirmæli landlæknis varðandi öryggi gagna og samskipta. Lög og reglur um fjarvinnu. Persónuvernd.

Vika 3: Meðferðarsambandið. Hvernig byggjum við upp meðferðarsamband í fjarvinnu, hvaða þættir hafa þar áhrif. Hvað er líkt og ólíkt frá meðferð sem unnin er á staðnum. Samningur um þjónustuna og upplýsingar til skjólstæðinga.

Vika 4: Að setja mörk gagnvart skjólstæðingum. Suler og hömlulosandi áhrif internetsins. Hópavinna og verkefni ásamt umræðum og innleggi kennara.

Vika 5: Áhættumat og ýmis siðferðileg álitaefni varðandi fjarvinnu. Færni skjólstæðings til fjarvinnu og öryggi skjólstæðinga. Hópavinna/verkleg æfing.

Vika 6: Samfélagmiðlar og notkun þeirra. Að enda meðferðarsamband í fjarvinnu. Mismunandi meðferðarform og fjarvinna – hvað fleira er þarna úti. Sjálfsumönnun, handleiðsla og áframhaldandi þjálfun fagaðila. Verkefni. Samantekt.

Dagskrá

Kennt á miðvikudögum, 16.,23. og 30. sept. og 7., 14. og 21. okt.,  2020. Kl 14 – 16.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA, og hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Kostnaður

Verð: 45.000 kr.

Umsagnir um námskeið
  • Hve mikilvægt er að gæta fagmennsku þegar kemur að persónuvernd og hve vandrataður er sá vegur í heimi tækninnar
  • Varpaði skýru ljósi á þá þætti sem huga þarf að í fjarráðgjöf. Helstu þættir sem huga þarf að hjá fagaðila í ráðgjöfinni sjálfri t.d. faglegum ramma almennt bæði í stað og fjarráðgjöf. Gaf einnig innsýn inn í leiðir til að stunda fjarráðgjöf hvaða leiðir eru færar og hverjar ekki í ljósi persónuverndarlaga
  • Dýrmætt að námskeiðið skyldi hafa farið fram í „fjarbúnaði“ þannig að maður fékk beina reynslu af því að nota slíkan búnað, prófa sig áfram, gera mistök og læra af þeim. Lærdómsríkt að átta sig á þeim fjölmörgu atriðum sem þarf að hafa í huga við að vinna klíníska vinnu gegnum fjarfundabúnað
Upphafsdagur
Upphafsdagur16 Sep 20
TímalengdSímenntun
Verðkr 48.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða