fbpx

Fjarþjónusta fagaðila: þjónusta 21. aldarinnar

- 100% fjarnám

Yfirlit

Markhópur:

Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu. Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið viðurkenndu námi í ráðgjafar-  eða meðferðarvinnu (t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, markþjálfun eða öðru sambærilegu) og hafi reynslu af slíku starfi með skjólstæðingum. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12.

Tekið skal fram að fyrirlestrar varðandi lög og regluverk miðast við heilbrigðisstarfsstéttir en nýtast þó að mörgu leyti einnig fyrir aðrar stéttir sem vilja vanda til verka í ráðjöf og meðferð til skjólstæðinga í fjarvinnu.

Hagnýtar upplýsingar

Markmið námskeiðsins:

Að efla fagaðila, kynna fyrir þeim og veita þeim grunn í því að veita faglega þjónustu í fjarvinnu. Að veita þátttakendum praktísk verkfæri og grunnþekkingu í fjarmeðferð. Námskeiðið var hannað í samvinnu við Academy for Online Therapy í Bretlandi (the Academy) www.acadtherapy.online

Þetta námskeið er hugsað sem grunnur en mikilvægt er að afla sér víðtækrar þjálfunar í fjarvinnu til þess að tryggja bestu mögulegu meðferð/ráðgjöf á hverjum tíma. Á heimasíðu The Academy er hægt að skoða og sjá ýmis námskeið sem boðið er uppá varðandi faglega vinnu meðferðaraðila í fjarþjónustu.

Fyrirkomulag fjarnáms

Fyrirkomulag námskeiðsins.

Námskeiðið er eingöngu kennt í gegnum zoom og er mikilvægt að þátttakendur hafi kynnt sér það og hafi tryggt að Zoom virki í þeirra tölvu. Ekki er mælt með því að nota síma eða spjaldtölvu á námskeiðinu. 

Kennslan fer fram með 4 klst. kennslustundum í 2 skipti og felast þær í fyrirlestrum, umræðum, verklegum æfingum og hópavinnu. Mikil áhersla er lögð á umræður, verklegar æfingar og virka þátttöku nemenda.

Efnisskrá

Skoðuð eru mismunandi form fjarvinnu – myndsamtal, samtal eingöngu með hljóði og samtal í rituðu máli – hverju þarf að huga að við hvert form fyrir sig og hvernig þau eru ólík því að veita meðferð og ráðgjöf á staðnum. Rætt er um hvata einstaklinga og fagaðila til fjarþjónustu.

Farið er yfir þá tækni og búnað sem notaður er til fjarvinnu – hvað er viðeigandi og hvað ekki, fyrirmæli landlæknis varðandi öryggi gagna og samskipta, lög og reglur varðandi fjarvinnu.

Fjallað er um meðferðarsambandið í fjarvinnu, hvaða þættir hafa þar áhrif og mismunandi meðferðarform. Sérstaklega er fjallað um kenningar Suler um hömlulosandi áhrif internetsins.

Farið er í gegnum hvaða upplýsingar er nauðsynlegt að veita skjólstæðingum í samhengi við fjarþjónustu áður en meðferðin hefst. Einnig er farið yfir mikilvægi áhættumats og ýmsum siðferðilegum álitaefnum varðandi fjarvinnu velt upp. Þá er fjallað um færni skjólstæðings til fjarvinnu, ábyrgð fagaðila og öryggi skjólstæðinga.

Farið er yfir samfélagmiðla og notkun þeirra, mikilvægi vinnuaðstöðu, vinnuöryggis og fleiri þætti sem hafa áhrif á vinnuumhverfi fagaðila sem sinna fjarþjónustu í ráðgjöf og meðferðarvinnu.

Dagskrá

Tími: Mið. 9. og 23. nóvember kl. 13-17.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir er félagsráðgjafi, MA, sérfræðingur í klínískri félagsráðgjöf og með diplómanám frá Bretlandi í fjarmeðferð og -ráðgjöf. Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur, og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Einnig hefur hún um árabil haldið fyrirlestra og námskeið um ofbeldi, gegn börnum og í nánum samböndum, fyrir stofnanir og starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum.

Ingibjörg stofnaði félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu árið 2013 og þar er hún með samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Þá er Ingibjörg frumkvöðull í fjarmeðferð á Íslandi og hefur kennt námskeið um slíka meðferð fyrir fagfólk, bæði hérlendis sem erlendis .

Umsagnir um námskeið
  • Mikilvægi samskipta á netinu og hvernig þau eru frábrugðin beinum samskiptum, kostum og göllum.
  • Óteljandi atriði sem þarf að huga að - mun fleiri en ég hafði ímyndað mér.  Til dæmis hafði ég alls ekki spáð í að skjólstæðingar mínir þurfi að fá góðan "upplýsingapakka" fyrir fjarviðtal.
  • Hvernig megi nýta fjarþjónustu á öruggan hátt.
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða