fbpx

Flókin og krefjandi starfsmannamál

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Eitt það mikilvægasta í stjórnun er hvernig tekið er á flóknum krefjandi starfsmannamálum. Vandamálin geta verið ólík en ferlið sem unnið er eftir er svipað. Rannsóknir hafa sýnt að auka megi árangur vinnustaða um 25%-75% með því að taka vel á þeim starfsmannamálum sem upp koma. Dæmi um það er hvernig tekið er á agamálum, óánægju, samskiptaerfiðleikum, einelti, baktali, frammistöðu, þjófnaði, persónulegum vandamálum, andstöðu við breytingar, áhugaleysi, slæmum starfsanda o.fl. 

Fagleg umræða um erfið mál:
Það hvernig málin eru rædd hefur næstum allt að segja um hver árangurinn verður. Að öllu jöfnu er fyrsta skrefið að taka eitt eða tvö stutt og óformleg viðtöl þar sem málin eru rædd, farið yfir það sem gerðist og málið leyst. Ef fyrsta skrefið skilar ekki árangri er annað skrefið í ferlinu formlegt viðtal en þá er m.a. farið yfir hvers vegna málin eru enn óleyst og hvernig samskiptin eru að gera sig. Hér er málið komið á það stig að annað hvort lagast eitthvað eða grípa verður til erfiðra aðgerða eins og áminningar, tilfærslu eða uppsagnar. Mjög mikilvægt er að fá samþykki og samvinnu og gæta að virðingu viðmælandans. Stjórnandinn verður að sýna sanngirni, festu, skilning og sveigjanleika.  

Efnisskrá

Hagnýt samtalstækni fyrir stjórnendur:
Í þessari vinnustofu verður farið yfir öll þessi stig þ.e. greiningu, óformlega viðtalið, formlega viðtalið og uppsagnir. Stuðst verður við aðferðir í samtalstækni þar sem áherslan er á að ræða af hreinskilni um allt það sem þarf að ræða en á þann hátt að viðmælandinn upplifi ekki óöryggi heldur ábyrgð.  

Námskeiðið hentar öllum þeim sem þurfa að taka á erfiðum starfsmannamálum.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Greining á starfsmannamálum.
  • Hagnýt samtalstækni stjórnenda.
  • Ferli og uppbygging samtals í erfiðum málum.

Ávinningur:

  • Meira öryggi í að eiga við erfið starfsmannamál.
  • Betri leiðréttingarviðtöl og ábyrgari vinnubrögð.
  • Uppbyggilegri samtöl um frammistöðu og árangur.
  • Betri og faglegri stjórnun.

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Virk þátttaka
Kennarar

Kennari: Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Planning

Námskeiðið er einn dagur, mið. 27. febrúar frá kl. 9-16 í stofu N202 á Sólborg.

Kostnaður

Verð: 32.000 kr.
 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða