Fyrstu skref í eðlisfræði – Rafmagn

- Sumarskóli

Yfirlit

Hér er komið námskeið fyrir alla en æskilegt er að hafa lágmarksgrunn í eðlisfræði (þekkja kraft, afl, orku og þess háttar). Gott er að hafa fyrst farið í gegnum sumarnámskeiðið: Fyrstu skref í eðlisfræði - Hreyfifræði. 

Námskeiðið er hentugt fyrir framhaldsskólanema sem eru á leið í háskólanám þar sem þeir þurfa að læra einhverja raffræði en telja sig þurfa betri grunn. 
Námskeiðið hentar grunnskólanemum í efstu bekkjum sem eru sterkir í stærðfræði og hafa grunn í eðlisfræði (efsti punktur) og hafa áhuga á stærðfræði og raunvísindum.
Námskeiðið hentar einnig almenningi sem hefur þokkalega stærðfræðigetu, grunn í eðlisfræði (efsti punktur) og vill læra fyrstu skerf í eðlisfræði.
Námskeiðið getur einnig hentað áhugasömum iðnaðarmönnum sem vilja vita grunnvirkni rafmagns.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námsefnið verður skýrt með myndböndum þar sem sýnidæmi verða einnig reiknuð.  Nemendur fá dæmi til að leysa en jafnframt svör eða myndband sem sýnir lausn dæma. Nemendur geta spurt kennara með rafrænum hætti og hann svarar rafrænt.  Ekki er útilokað að zoom-fundir verði haldnir með nemendum. Nemendur þurfa að reikna dæmi til að ná tökum á efninu.

Efnisskrá

Fyrst verður fjallað um rafhleðslur og rafsvið og kraft milli hleðslna. Því næst rafstraum, spennu og viðnám og hvernig þessar stærðir tengjast með lögmáli Ohm. Eðlisviðnám mismunandi málma. Afl í rafrásum og raforka.  Íspenna og pólspenna í rafhlöðum. Húsrafmagn og riðstraumur.

Dagskrá

Námskeiðið er alls 5 kennslustundir og stendur yfir frá 4. ágúst - 21. ágúst.

Kennarar

Umsjónarmaður námskeiðs er Jón Þorvaldur Heiðarsson eðlisfræðingur, lektor í Viðskiptadeild HA.
Aðalkennari námskeiðs er Arnór Gjúki Jónsson nemandi í tölvuverkfræði við HÍ. 

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 3000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða skráningargjald.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða