Grunnnám í kvikmyndagerð

- Sumarskóli

Yfirlit

Í áfanganum vinna nemendur stuttmyndahandrit og vinna svo stuttmyndir í sameiningu eftir völdum handritum undir handleiðslu kennara, auk þess að gera stuttar æfingar sem auka skilning þeirra á kvikmyndaforminu. Nemendur kynnast grunnhugtökum í uppbyggingu handrits og gildi handritsins í framleiðsluferli kvikmyndar, gildi hugmyndavinnu, þjálfun í skapandi skrifum, nauðsyn skipulagningar fyrir og við upptökur, grunnatriði í meðferð kvikmyndatökuvélar, hljóðupptöku og eftirvinnslu, klippingu og grunnatriðum myndmáls í kvikmyndum. Áfanginn þjálfar nemendur í teymisvinnu og skipulagningu, auk þess að veita þeim útrás og þjálfun í skapandi hugmyndavinnu.

Námskeiðið er 5 feiningar á framhaldsskólastigi. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Fyrri vika námskeiðs er kennd í fjarnámi og seinni í staðlotu á Akureyri. 

Efnisskrá

Nemendur kynnast grunnhugtökum í uppbyggingu handrits og gildi handritsins í framleiðsluferli kvikmyndar, gildi hugmyndavinnu, þjálfun í skapandi skrifum, nauðsyn skipulagningar fyrir og við upptökur, grunnatriði í meðferð kvikmyndatökuvélar, hljóðupptöku og eftirvinnslu, klippingu og grunnatriðum myndmáls í kvikmyndum. Áfanginn þjálfar nemendur í teymisvinnu og skipulagningu, auk þess að veita þeim útrás og þjálfun í skapandi hugmyndavinnu.

Dagskrá

Námskeiðið byrjar 4. ágúst og er kennt í tvær vikur frá 9:00-13:00/14:00. 

Kennarar

Þór Elís Pálsson myndlista- og kvikmyndagerðarmaður og  Hallur Örn Árnason leikari og kvikmyndagerðarmaður.

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 3000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða skráningargjald.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða