Grunnnámskeið: Fyrsta hjálp 1

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Um 20 klst. grunnnámskeið í fyrstu hjálp sem ætlað er björgunarsveitum, ferðaþjónustunni og almenningi. Hentar þeim sem dvelja í óbyggðum.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér auk ritfanga, föt til að nota á æfingum, hvort heldur sem er inni eða úti. Námskeiðinu lýkur með krossaprófi þar sem þátttakendur verða að ná einkunninni 7,5 til að standast námskeiðið.

Fyrsta hjálp 1 er viðurkennt skyndihjálparnámskeið hjá Skyndihjálparráði og Vakanum.

Takmarkaður fjöldi.

Efnisskrá

Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Hluti kennslunnar fer fram utandyra.

Þetta námskeið er talsvert frábrugðið hefðbundnu skyndihjálparnámskeiði að ýmsu leyti, m.a. eru nemendur undir það búnir að þurfa að sinna sjúklingi í töluvert lengri tíma en þyrfti í byggð ásamt því að nemendur fá þjálfun í því að undirbúa flutning og flytja slasað og veikt fólk.

Notast er við námsefni frá Björgunarskólanum.

Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í að meta ástand sjúklinga í kjölfar veikinda og slysa ásamt því að aðstoða við meðferð og undirbúning og/eða flutning þeirra á sjúkrahús.

Dagskrá

Tími: Föstudag 23. apríl (kl.19-22), laugardag 24. apríl (kl. 8-17) og sunnudag 25. apríl (8-16). 
Staður: Stofa N 102 á Sólborg HA og úti.
Verð: 36.225 kr., leiðsögumenn frá Símenntun HA fá 50% afslátt. Námsgögn kosta auk þess 2.500 kr. 
Þátttakendur sem eru félagsmenn í Leiðsögn og hafa greitt í Endurmenntunarsjóð geta sótt 18.113 kr. styrk fyrir námskeiðið til Leiðsagnar. Einnig geta þátttakendur sótt um styrki til annarra stéttarfélaga.

Kennarar

Kennarar: Jón Helgi Kjartansson og Unnur Kristín Valdimarsdóttir. Þau hafa lokið námskeiði í fyrstu hjálp í óbyggðum og leiðbeinendanámskeiði á vegum Björgunarskólans. 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða