fbpx

Hagnýtt hraðnámskeið í samfélagsmiðlun

- Gagnaúrvinnsla

Yfirlit

Námskeið óháð staðsetningu - í fjarkennslu.

Flest fyrirtæki og félagasamtök hafa í dag komið sér fyrir á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, Twitter, youtube eða öðrum. Staðsetning og afrakstur fer eftir markhópi fyrirtækisins. Flestir Íslendinga eru á Facebook eða um 75% þeirra og þar af leiðandi er auðveldasti leikurinn að taka útgangspunkt í Facebooksíðu fyrirtækisins þegar þú vilt hafa stafræn áhrif á markhópinn þinn. Aðgangur að auglýsingakerfi Facebook og samtenging við auglýsingar á Instagram eru háð því að fyrirtækið sé með Facebook síðu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem sinna samfélagsmiðlum og stafrænni miðlun í markaðsstarfi fyrirtækja, stofnana og/eða félagasamtaka. Námskeiðið er sérstaklega vel sniðið að þörfum minni fyrirtækja, frumkvöðla, félaga og stofnana.

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með fartölvu á námskeiðið. (Vinsamlegast athugið að töflur/apps hafa ekki endilega alla möguleika, sem við viljum nýta á námskeiðinu þar sem töflur og app eru notendamiðuð og ekki stjórnendamiðuð). Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að þátttakendur hafi stofnað persónulega Facebook síðu, Facebook síðu fyrir fyrirtækið og Instagram aðgang áður en námskeiðið hefst. Ekki verður tekinn tími í uppsetningar á þessum miðlum á námskeiðinu sjálfu.

Efnisskrá

Á þessu hagnýta hraðnámskeiði í samfélagsmiðlun tökum við eftirfarandi föstum tökum: 

• Hvað virkar og hvað ekki í samtalinu við markhópinn þinn. 
• Hvers konar skilaboð eru líklegust til árangurs.
• Hvernig framleiðir þú áhugavert efni fyrir markhópinn, efni sem nær í gegn og viðheldur áhuganum.
• Hvar liggja gildrurnar í uppsetningu FB síðunnar.
• Hvernig er hægt að auðvelda sér leikinn með vinnusparandi tækni við framleiðslu á áhugaverðu efni.
• Hver eru tengsl Instagram og FB og hvernig er hægt að samnýta miðlana. Við förum svo í gang með auglýsingar á Facebook og Instagram, gerum okkur grein fyrir hvaða möguleikar finnast í sértækum markhópum og hvernig helst má nálgast þá í gegnum auglýsingakerfið.

Facebook ráðleggur fyrirtækjum að nýta einungis 10% af auglýsingaaurunum í "búst", en fæstir geta nýtt sér annað vegna skorts á þekkingu á auglýsingakerfinu. Við bætum úr því og komum þér í gang með alvöru auglýsingar á Facebook og Instagram. Þetta námskeið er hraðferð sem gefur þér möguleika á að komast vel í gang með áhrifaríkari vinnu á samfélagsmiðlinum þínum. Og svo heldur þú áfram að æfa þig og bæta við grunninn. Hættu að eyða tímanum og peningunum þínum út í loftið og lærðu "trixin". Það marg borgar sig.

Dagskrá

Tími: Þri. 1. okt. og mið. 2. okt. kl. 16:30-19:30.
Staður: L203 á Sólborg HA - 2. hæð.

Kennarar

Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari. Hún hefur frá árinu 2008 kennt hundruðum viðskiptavina Endurmenntunar og Símenntunar HA (auk sértækra fyrirlestra og kennslu) að nýta samfélagsmiðla og Facebook fyrir fyrirtæki í samskiptum og markaðssetningu. Nánari upplýsingar: https://webmom.eu

Kostnaður

Verð:
Skráning 
fyrir 15. september: 36.000 kr.
Skráning eftir 15. september: 40.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Hvað lært:

·   um alla möguleikana sem til eru á FB, nýr heimur hefur opnast. Svooo margt, gerð auglýsinga – mjög spennandi. M.F: þúsund þakkir fyrir þolinmæði og jákvæðni og þú hefur yfirburðaþekkingu. 
·   dýpri þekkingu á síðustjórnun á Facebook, hvernig stofnun/fyrirtæki komi sem best út fyrir markhópinn
·   að tengja vefsíðu virk sem „samskiptamiðil“ og auglýst á facebook
·  mikið af praktískum leiðum og vannýttum tækifærum
·   betri sýn á hvernig fb getur nýst félaginu
·   skipulagðari vinnubrögð í fb

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða