fbpx

Handleiðsla og sjálfsrækt í heimavinnu

- 100% fjarnám

Yfirlit

Námskeiðið fjallar um hvaða atriði við þurfum að hafa í huga þegar við vinnum að heiman og án þess að hitta samstarfsfélaga og/eða viðskiptavini okkar „á staðnum“. Hvernig er það öðruvísi og hvernig getum við haldið tengingu okkar þrátt fyrir að vera hvert á sínum stað. Hvaða áskoranir fylgja því að vinna allt í fjarvinnu. Markmið námskeiðsins er að vinna gegn félagslegri einangrun starfsmanna og gefa þeim verkfæri til að halda tengslum við aðra á þessum skrítnu tímum.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið verður kennt í gegnum Zoom og fólk mætir á ákveðnum tíma í tölvunni til að taka þátt – tímar verða ekki teknir upp eða gerðir aðgengilegir eftirá. Eingöngu verður notast við Zoom en glærur verða svo sendar í tölvupósti á alla þátttakendur. Mikil áhersla er lögð á þátttöku allra í umræðum og fer kennslan fram með stuttum innlögnum frá kennara og umræðum þátttakenda.

Efnisskrá

Námskeiðið fjallar um það hvaða atriði við þurfum að hafa í huga þegar við vinnum að heiman og án þess að hitta samstarfsfélaga og/eða viðskiptavini okkar „á staðnum“. Hvernig er það öðruvísi og hvernig getum við haldið tengingu okkar þrátt fyrir að vera hvert á sínum stað. Hvaða áskoranir fylgja því að vinna allt í fjarvinnu. Markmið námskeiðsins er að vinna gegn félagslegri einangrun starfsmanna og gefa þeim verkfæri til að halda tengslum við aðra á þessum skrítnu tímum.

Dagskrá

Námskeiðið er 2 klst sem kenndar eru í einni lotu og innihaldið er samkvæmt lýsingu námskeiðsins. Námskeiðið verður haldið  kl 13:00 – 15:00 í gegnum Zoom.

 

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA. Hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur auk ýmis konar kennslu, bæði á sviði fjarþjónustu og um ofbeldi. Þá hefur hún haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, þar sem boðin er samtalsmeðferð, öll almenn félagsráðgjöf og ýmis konar námskeið. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða samtalsmeðferð í fjarheilbrigðisþjónustu.

Námskeið kennt annars staðar:
General Certificate in Online Counselling & Psychotherapy: námskeið í Bretlandi fyrir fagaðila í ráðgjöf og meðferð. Nánari upplýsingar um það námskeið eru á www.acadtherapy.online
Hef auk þess haldið fjölda fyrirlestra fyrir starfsfólk skóla og stofnanna um ofbeldi gegn börnum og verið með ýmis konar sjálfstyrkingarnámskeið fyrir bæði konur og stelpur.

Kostnaður

Kostnaður er 10.000kr.

 

Ef þú vilt skrá þig á öll námskeiðin í einu, er veittur 20% afsláttur með því að skrá sig hér: https://simenntunha.is/namskeid/skraning-a-oll-namskeidin-hja-hugrekki/

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða