fbpx

HEIMILIS- OG KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM

- Heilbrigðis og félagsvísindi

Yfirlit

Námskeiðið er sérstaklega ætlað öllum sem vinna með börnum og fjölskyldum (t.d. leik-, grunn- og framhaldsskólakennurum, ljósmæðrum, sálfræðingum og öðrum sem koma að vinnu með börn) en gagnast einning foreldrum og öðrum áhugasömum.

Efnisskrá

Efnistök námskeiðsins:

  • Heimilisofbeldi gegn börnum. Andlegt og líkamlegt ofbeldi, vanræksla og kynferðislegt ofbeldi.
    • Birtingarmyndir mismunandi ofbeldis
    • Einkenni barna sem beitt hafa verið ofbeldi
    • Afleiðingar – líka til lengri tíma
    • Þegar börn segja frá ofbeldi ... eða grunur vaknar um ofbeldi
    • Þjónusta – hvað er til staðar, hvað gæti vantað og getum við haft áhrif?
    • Barnaverndarlögin ... hvað þýða þau, hvert er okkar hlutverk (sem störfum með börnum) og hvert er hlutverk barnaverndar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Þátttakendur eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í umræðunum og unnið verður með tilbúin dæmi.

Kennarar

Kennari: Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA, hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. 
Einnig hefur hún haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur, og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Planning

Námskeiðið er i stofu L101.

Kostnaður

Tími: Mið. 6. feb. kl. 13-17.
Verð: 18.000 kr.
Staður: Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða