Heimilisofbeldi

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Markmið námskeiðsins er að veita heilbrigðisstarfsfólki fræðslu um einkenni og afleiðingar heimilisofbeldis. Fjallað um æskileg viðbrögð  þegar slíkur grunur kviknar og/eða þegar fólk segir frá slíkri reynslu. Hvernig hægt er að „opna dyrnar“ fyrir möguleikanum inn í vinnubrögð almennt.

Markhópur: Starfsfólk heilbrigðisstofnana.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er einning í fjarkennslu með zoom.

Efnisskrá

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og umræðum þátttakenda.

Efnistök námskeiðsins:

 • Einkenni og afleiðingar heimilisofbeldis – merkin sem eiga að kveikja á viðvörunarbjöllunum
 • Einkenni og langtímaafleiðingar ofbeldis í æsku
 • Hvernig vekjum við máls á gruni um ofbeldi og/eða opnum dyrnar fyrir umræðunni
 • Mikilvægi þess að dæma ekki, vera til staðar og hlusta án þess að „taka til ráða“
 • Hvað er í boði fyrir þolendur og gerendur – að vita um og geta kynnt úrræðin fyrir skjólstæðingum
 • Hvernig við kynnum og virðum tilkynningarskyldu til barnaverndar
Dagskrá

Tími: Þri. 22. sept. kl. 13-17. 
Staður: Sólborg HA og í zoom.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA, og með diplómanám frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur, og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Kostnaður

Verð: 18.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Hef lært á námskeiðinu:

 • að nálgast þolendur ofbeldis
 • að þekkja einkenni og áhrif ofbeldis og þekkja leiðir til að vinna úr því
 • hefur styrkt mig sem fagaðila
 • að vera alltaf vakandi fyrir ofbeldi
 • fengið ýmis gagnleg „verkfæri“ sem nýtast í starfi
 • fannst efnið mjög víðtækt og komið inn á það sem ég hafði áhuga á.
 • frekari leiðir til að takast á við og bregðast við tlkynningum um heimilisofbeldi. 
Upphafsdagur
Upphafsdagur22 Sep 20
TímalengdSímenntun
Verðkr 18.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða