fbpx

Heimilisofbeldi

- Heilbrigðis og félagsvísindi

Yfirlit

Markmið námskeiðsins er að veita starfsfólki heilbrigðis-, félagsþjónustu og öðrum fagaðilum sem vinna með fjölskyldum fræðslu um einkenni, birtingarform, áhættuþætti og afleiðingar heimilisofbeldis.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og umræðum þátttakenda.

Hagnýtar upplýsingar

Fjallað er um æskileg viðbrögð þegar grunur um heimilisofbeldi kviknar og/eða þegar fólk segir frá slíkri reynslu. Hvernig hægt er að „opna dyrnar“ fyrir mögulegum vinnubrögðum varðandi slík mál almennt.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu með zoom.

Efnisskrá

Efnistök námskeiðsins:

  • Einkenni og afleiðingar heimilisofbeldis – merkin sem eiga að kveikja á viðvörunarbjöllunum
  • Einkenni og langtímaafleiðingar ofbeldis í æsku
  • Hvernig vekjum við máls á gruni um ofbeldi og/eða opnum dyrnar fyrir umræðunni
  • Mikilvægi þess að dæma ekki, vera til staðar og hlusta án þess að „taka til ráða“
  • Hvað er í boði fyrir þolendur og gerendur – að vita um og geta kynnt úrræðin fyrir skjólstæðingum
  • Hvernig við kynnum og virðum tilkynningarskyldu til barnaverndar
Dagskrá

Tími: Fimmtudaginn 27. október - kl. 13-17.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir er félagsráðgjafi, MA, sérfræðingur í klínískri félagsráðgjöf og með diplómanám frá Bretlandi í fjarmeðferð og -ráðgjöf. Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur, og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Einnig hefur hún um árabil haldið fyrirlestra og námskeið um ofbeldi, gegn börnum og í nánum samböndum, fyrir stofnanir og starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum.
Ingibjörg stofnaði félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu árið 2013 og þar er hún með samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Þá er Ingibjörg frumkvöðull í fjarmeðferð á Íslandi.

Umsagnir um námskeið
  • Frábær yfirferð fyrir mig sem fagaðila um heimilisofbeldi, vinnu með þolendum, hagnýtt námskeið sem nýtist mér sem verkfæri í minni vinnu. Ítarlegt og vel upp sett.
  • Komin með góða yfirsýn og nokkur tæki til að vinna við málaflokkinn
  • Betri skilning á heimilisofbeldi og hvernig hægt er að bregðast við.
  • Ég lærði ótrúlega mikið á þessu námskeiði og ekki hægt að telja það allt upp hér en t.d. að hafa þarf í huga að oft sjást ekki áverkar eftir líkamlegt ofbeldi
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða