HVAÐ ER HEILAMÁLIÐ? GRUNNNÁMSKEIÐ UM HEILABILUN

- Heilbrigðis og félagsvísindi

Yfirlit

- í samstarfi við heilbrigðisvísindavið HA.

Hefurðu áhuga á heilabilun? Viltu vita meira um sjúkdóma sem valda heilabilun og fólkið sem lifir með þeim? Starfar þú eða hefur þú hug á að starfa með fólki með heilabilun? Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði varðandi heilabilun, líffræði, umönnunarmenningu, samskipti, fjölskyldukerfið og lífsgæði. 
Þátttakendur fá aðgang að glærum og greinum sem notaðar eru við kennsluna, leslista með tillögum að ítarefni og ábendingar um hvar má finna nánari upplýsingar.

Efnisskrá

Markmið námskeiðsins er að veita grunnþekkingu á heilabilunarsjúkdómum og einkennum þeirra. Hvað er eðlileg öldrun? Hvað er heilabilun? Hverjar eru algengustu tegundir heilabilunar?
Hvernig hefur heilabilun áhrif á vitræna getu, framkomu og hegðun, líðan og heilsu þeirra sem veikjast? Farið er yfir hlutverk umönnunaraðila í samskiptum við fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta gert grein fyrir mismunandi tegundum heilabilunarsjúkdóma, einkennum þeirra og meðferð, þekkja þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar umönnun fólks með heilabilun og geta átt uppbyggileg samskipti við fólk með heilabilun í þeim tilgangi að hámarka vellíðan í öllum aðstæðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Heilabilunarsjúkdóma
• Áhrif þess að veikjast
• Aðstandendur
• Samhyggð
• Sjálfræði og sjálfstæði
• Eden Vellíðunarlykla
• Lífssöguna
• Vellíðunarlykla/hópavinna

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á heilabilunarsjúkdómum, einkennum þeirra og meðferð.
•Aukinn skilningur á áhrifum heilabilunar á þá sem veikjast.
• Aukin færni í samskiptum við fólk með heilabilun. 
• Aukin þekking á leiðandi hugmyndafræði í umönnun fólks með heilabilun á öllum þjónustustigum.
• Færni í stöðugu viðhaldi og uppfærslu þekkingar.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa með fólki með heilabilun eða hafa hug á að starfa með fólki með heilabilun, bæði starfsmönnum við umönnun og öðrum fagaðilum í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Kennarar

Kennarar:
Rannveig Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur MS, Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur starfað sem demenskonsulent í Danmörku til fjölda ára, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur MS hjúkrunarforstjóri Ö.A., Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS, Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir og Friðný Sigurðardóttir rekstrarfræðingur MS þjónustustjóri Ö.A.

Kostnaður

Tími: Mánudagur 8. apríl kl. 8.10-17:55.
Verð: 28.500 kr.
Staður: stofa L101 Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða