fbpx

Inngangur að forritun og gagnaúrvinnslu í R

- Gagnaúrvinnsla

Yfirlit

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra að nota R til gagnaúrvinnslu. Farið verður yfir undirstöðuatriði og góða siði við forritun í R, uppsetningu á endurvinnanlegum kóða sem nýtist við rannsóknir ásamt úrvinnslu og framsetningu gagna.

Meðal þess sem farið verður yfir í þessu námskeiði er:

  • málskipan og uppsetning á forksriftum í R
  • notkun og skilgreiningar á föllum
  • töflustrúktur og geymsla gagna
  • myndræn framsetning á gögnum

 

Athugið að hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi sé þess óskað. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag er hægt að fá með því að hafa samband við Stefán í stefangudna@unak.is 

Efnisskrá

Námskeiðið hentar nemendum með enga fyrri reynslu í forritun. Skilningur á grunnhugtökum tölfræðinnar er æskilegur.

Aðföng

Nemendur þurfa að mæta með eigin tölvu (Windows 7, 8, 10; OSX; Linux). Tölvan þarf að hafa uppsett R (https://cran.hafro.is/) og Rstudio (https://www.rstudio.com/products/rstudio/download/).

Bent er á þessa slóð fyrir leiðbeiningar við uppsetningu á hugbúnaðinum.

Tímasetning

Námskeiðið er kennt þrjú kvöld í viku.

Dagur 1 – Málskipan í R:
17. október klukkan 19:00-21:00 

Farið verður yfir málskipan og setningafræði R. Undirstöðuatriði kynnt sem grunnur að skilningi nemenda:

  • Tölustærðir, vigrar og gagnatög
    • Strengir
    • Fylki og listar
    • Gagnarammar (data frames)

Dagur 2 – Gagnaforvinnsla í R:
24. október klukkan 19:00-21:00 

  • Hugtakið „hrein gögn“ (tidy data) kynnt
  • Lestur gagna inn í R
  • Hreinsun gagna og meðhöndlun gagna
  • Vistun gagna úr R

Dagur 3 – Gagnagreining í R:
31. október klukkan 19:00-21:00 

  • Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta R við ýmiskonar tölfræðiúrvinnslu:
    • Töfluúrvinnsla, tvívíðar og þrívíðar
    • Samanburður á meðaltölum þýða
    • Einföld línuleg líkön, inngangur að blönduðum líkönum
    • Myndræn framsetning á niðurstöðum greininga

 

Kennarar

Friðgeir Sverrisson BA í sálfræði frá HA og MPH í lýðheilsufræði frá HÍ.

Friðgeir hefur mikla reynslu af því að notast við R í námi, kennslu og vinnu.

Kostnaður

Námskeiðið kostar 35.000krónur. 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða