fbpx

Inngangur í forritun

- Forritun og tölvur

Yfirlit

Í þessu námskeiði verður unnið að því að skapa vefsíðu frá grunni til að þátttakendur fái
heildarsýn yfir mismunandi hliðar forritunar. Þetta námskeið hentar vel fyrir fólk sem vill
kynnast forritun og uppgötva hvað þeim finnst skemmtilegt í þeirri grein. Það er
nefnilega mikil fjölbreytni þegar það kemur að forritun og eru margar hliðar á málinu, allt
frá því að hanna útlit og raða upp útlitseiningum í kóða yfir í það að hanna og útfæra
virkni fyrir kerfið sem er verið að smíða.

Hagnýtar upplýsingar

Tól sem verða nýtt í námskeiðinu
Ritill

  • Visual Studio Code

Forritunarmál

  •  JavaScript
  •  HTML
  •  CSS

Samskiptaleið

  •  Discord
Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi

Efnisskrá

Það verða myndbönd á íslensku, glærur, verkefni og annað hjálparefni á kennsluvef námskeiðs.
Einnig mun fólk hafa aðgang að umræðuvefnum Discord þar sem það getur sent inn
spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda og samnemendum. Allar verkefnalausnir
eru í formi myndbanda og einnig verður allur kóði námskeiðsins aðgengilegur.

Dagskrá

Námskeiðið er tvær vikur

Kennarar

Kennari: Rúnar Vestmann – Tölvunarfræðingur

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 18000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða