-
Námsskeiðs gjald
kr 10.000
Yfirlit
Á þessu námskeiði fær fólk að kynnast því hvað gagnagrunnar eru og hvernig þeir eru uppbyggðir. Hvernig gögn eru geymd í þeim og hvernig það má nálgast gögn úr þeim með fyrirspurnarmálinu SQL. Á námskeiðinu fá þátttakendur tilbúna gagnagrunna til að leika sér með og læra hvernig það má öðlast nýja vitneskju um ýmislegt með margskonar fyrirspurnum í þá.
Þetta námskeið hentar vel sem undirbúningur fyrir nemendur á leið í tölvunarfræði og líka alla aðra sem hafa áhuga á að kynnast þessum viðfangsefnum. Ekki er gert ráð fyrir því að þátttakendur hafi þekkingu á þessu viðfangefni áður.
ATH: Hægt er að taka námskeiðið eitt og sér eða samhliða námskeiðunum Inngangur í almenna forritun, Inngangur í vefforritun og Inngangur í leikjaforritun.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið er að fullu í fjarnámi
Efnisskrá
Kennsluefnið sem eru myndbönd á íslensku, glærur, verkefni og annað hjálparefni kemur á kennsluvef HA. Fólk hefur aðgang að umræðuvef þar sem það mun geta sent inn spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda. Allar lausnir og kóði verður birtur þar sem nemendur hafa aðgang að. Gert er ráð fyrir að fólk eyði a.m.k. 5 tímum á viku í námskeiðið.
Dagskrá
Námskeiðið er 2 vikur
Kennarar
Umsjónamaður: Ólafur Jónsson – Verkefnastjóri tölvunarfræðináms við HA
Kennari: Rúnar Vestmann – Nemandi í tölvunarfræði.
Kostnaður
Námskeiðsgjald kr. 10.000- greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða