fbpx

Inngangur í heim gagnagrunna

- Forritun og tölvur

Yfirlit

Á þessu námskeiði verður fjallað um SQLite forritunarmálið og því beitt til að framkvæma gagnagrunnsfyrirspurnir ásamt því að breyta og smíða gagnagrunna. Þetta námskeið er verkefnadrifið og felst mest allur lærdómur í því að leysa verkefni. Þetta námskeið hentar vel sem undirbúningur fyrir nemendur á leið í tölvunarfræði við HA og líka fyrir alla aðra sem hafa áhuga á að læra um gagnagrunna. Því er ekki gert ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á þessu viðfangi fyrir námskeiðið.

ATH: Hægt er að taka námskeiðið eitt og sér eða samhliða námskeiðunum Inngangur í almenna forritun, Inngangur í vefforritun, Inngangur í leikjaforritun, NodeJS bakendaforritun, React framendaforritun og Unity leikjaforritun. Hægt er að finna þau námskeið hér.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi

Efnisskrá

Það verða myndbönd á íslensku, glærur, verkefni og annað hjálparefni á kennsluvef HA. Einnig mun fólk hafa aðgang að umræðuvefnum Discord þar sem það getur sent inn spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda og samnemendum. Allar verkefnalausnir eru í formi myndbanda og einnig verður allur kóði námskeiðsins aðgengilegur.

Gert er ráð fyrir því að fólk eyði a.m.k. 5 tímum á viku í námskeiðið.

Dagskrá

Námskeiðið er 2 vikur.

Kennarar

Umsjónamaður: Ólafur Jónsson – Verkefnastjóri tölvunarfræðináms við HA
Kennari: Rúnar Vestmann – Nemandi í tölvunarfræði.

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 12000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða