fbpx

Inntökupróf í leiðsögunám

- Nám með starfi

Yfirlit

Leiðsögunámið er í samstarfi við Leiðsöguskólann og SBA-Norðurleið.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið. Leiðsögunámið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. 

Inntökuskilyrði í leiðsögunám

 • Stúdentspróf eða sambærilegt nám
 • Mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku
 • Að standast munnlegt inntökupróf í því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á

Náminu lýkur með hringferð um landið.

Ath. birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.

Fyrirkomulag fjarnáms

Inntökupróf í zoom ef óskað er.
Fyrirlestrar eru teknir upp og tungumálaþjálfun verður í gegnum zoom hjá nemendum sem búa úti á landi. Við leggjum áherslu á að mögulegt sé að stunda námið í heimabyggð.

Efnisskrá

Skipulag náms

 • Námið er 37 einingar og skiptist í tvennt; kjarnagreinar á haustönn, alls 17 einingar og almenn leiðsögn á vorönn er 20 einingar
 • Kennt verður tvö til þrjú kvöld í viku og farnar 5-7 vettvangs- og æfingaferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum
 • Kennsla hefst væntanlega um miðjan ágúst og námslok og útskrift verða í maí 2021

Námsmat

 • Byggir á skriflegum prófum og/eða munnlegum verkefnum
 • Nemendur þurfa að fá a.m.k. sjö af tíu í einkunn í öllum greinum
 • Nemendur mæti í vettvangs- og æfingaferðir
 • Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu
 • Námið er viðurkennt af Leiðsögn - Félagi leiðsögumanna
Dagskrá

Inntökupróf verða þri. 9. og mið. 10. júní.

Kennarar

Fjöldi fyrirlesara, kennara og leiðbeinenda koma að náminu sem eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Kostnaður
 • Inntökupróf í erlendu tungumáli kostar 13.000 kr. og verða þau haldin nú í vor
 • Námsgjald veturinn 2020-2021 verður um 500.000 kr.
 • Verð fyrir einstaka áfanga er 18.000 kr. fyrir hverja einingu auk 6.000 kr. innritunargjalds, fyrir t.d. eldri leiðsögumenn
 • Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn að öðru leyti en því að nemendur greiða sjálfir fyrir uppihald í ferðum (fæði og gistingu í lokaferð, hóflegt gjald)
 • Námsgögn eru ekki innifalin í námsgjöldum
 • Semja má um greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða eða skipta gjaldi á haust og vormisseri. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá námsgjald fellt niður þótt nemandi hætti í náminu
 • Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá LÍN. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða