Konur til áhrifa

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Konur eru í sókn á öllum sviðum þjóðfélagsins. En betur má ef duga skal því enn hallar á konur í stjórnunarstörfum. 

Lýsing:
Símenntun býður upp á námskeið fyrir konur til þess að styrkja þær í stjórnunarstörfum og hvetja þær til dáða. Listin að svara fyrir sig, koma skoðunum sínum á framfæri og vera virkar á fundum og í fjölmiðlum eru þættir sem verður komið inn á og konur þjálfaðar í. Tveir reynsluboltar meðal annars úr sjónvarpi miðla af reynslu sinni.

Efnisskrá

Dagskrá:

Hvernig fær maður fólk til að hlusta:
 
-Undirstöðuatriði í ræðumennsku og framkomu

 • Hvers vegna getur það verið svona mikil áskorun að tala fyrir framan hóp þegar talað mál er okkur  svo eiginlegt?
 • Hvernig náum við athygli og vinnum bug á óöryggi
 • Að nota eigin styrkleika
 • Ræðuskrif eða blaðlaus flutningur, stuttar eða lengri ræður - þátttaka í fundum
 • Raddbeiting og öndun
 • Flutningur á ræðu og umræður

Þátttakendur eiga kost á að undirbúa stutta ræðu fyrir fram, senda til kennara og fá ábendingar áður en að flutningi kemur um uppbyggingu og efnistök. 

Kennari: Svanhildur Hólm, lögfræðingur, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlamaður. 
Tími: Mið. 6. og fim. 7. mars kl. 17-19.

Sjónvarpsframkoma og sýnileiki:

 • Gildi þess að vera sýnilegur
 • Konur og karlar í opinberu lífi
 • Sjónvarp sem miðill
 • Hvað er frétt
 • Hvernig komum við okkur á framfæri
 • Styrkur fjölmiðla og gallar
 • Tjáskipti án orða
 • Réttur þinn sem viðmælandi
 • Sjónvarpsframkoma - fatnaður
 • Æfingar fyrir framan sjónvarpsvél

Kennari: dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur.
Tími: Mið. 20. og fim. 21. mars kl. 17-19.

Kennarar

Umsagnir um námskeiðið:

 • ég hef eflst heilmikið í að koma fyrir mig orði á fundum og nú myndi ég segja já við að fara í viðtal
 • ég hef lært hvernig á að koma fram og hvaða áherslur skuli gera í viðtali
 • ég hef öðlast meira öryggi
 • fengið góðar ráðleggingar varðandi ræðumennsku og framkomu
 • fjölmiðla- og framkomutips
 • fengið góð innsýn í því hvernig á að koma fram án þess að deyja úr stressi
 • að þora að prófa, láta vaða, að standa betur með sjálfri mér
 • sjálfstraust, framkomu, undirbúning og skipulag bæði við að halda ræður og fara í viðtöl
 • að hafa meiri trú á sjálfri mér, tek ýmislegt með mér út í lífið frá námskeiðinu
 • verkfæri til að stökkva á tækifæri til að koma fram, sækjast eftir stjórnunarstarfi, taka pláss
Kostnaður

Verð: 32.000 kr.
Staður: Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða