Leiðsögunám 2021-2022

- Nám með starfi

Yfirlit

Leiðsögunám, fyrst svæðisleiðsögn og síðan landsleiðsögn hefur lengi verið kennt við Símenntun Háskólans á Akureyri og starfa fyrrum nemendur við fjölbreytt viðfangsefni innan ferðaþjónustunnar, flestir sem leiðsögumenn.
Nú er allt útlit fyrir að okkar mikilvæga atvinnugrein, ferðaþjónustan, sé að lifna við á ný og skortur verði á menntuðu fólki í greininni. Símenntun HA býður leiðsögunám nám veturinn 2021-22 fyrir þá sem vilja búa sig undir að fylgja ferðamönnum um landið.

Hagnýtar upplýsingar

Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og vinnuveitendur veita góða námsstyrki. Hjá Vinnumálastofnun fást upplýsingar og ráðgjöf varðandi margvísleg námsúrræði fyrir einstaklinga á atvinnuleysisskrá.

Umsóknafrestur um leiðsögunám veturinn 2021-22 er til 10. maí og verða inntökupróf haldin í lok maí.

Allar frekari upplýsingar um námið gefur Elín Margét Hallgrímsdóttir emh@unak.is vinnusími 460 8091.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námið tekur einn vetur og er að hluta til fjarnám. Það er skipulagt þannig að mögulegt sé að sinna því samhliða starfi og búa utan Akureyrar og nágrennis. Kennslustundir eru seinnipart dags og nokkra laugardaga. Kennsluefni og fyrirlestrar verða aðgengilegir nemendum á Canvas kennsluvef skólans. Verkleg þjálfun felst í tungumálaþjálfun, vettvangs- og æfingaferðum sem og nokkurra daga hringferð um landið. Gert er ráð fyrir 100% þátttöku í verklegri þjálfun. Kennsla fer fram á íslensku. Námsmat byggir á prófum, verkefnum, pistlagerð og frammistöðu í verklegri þjálfun. 

Efnisskrá

Í leiðsögunáminu er lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að kynna ferðamönnum á ábyrgan hátt sögu, menningu og helstu einkenni lands og þjóðar. Kennsluskráin fellur að viðmiðum Evrópustaðalsins um ferðaþjónustu ÍST EN 15565:2008. Þeir sem útskrifast sem leiðsögumenn fá félagsaðild að Leiðsögn -Stéttarfélagi leiðsögumanna.

Inntökuskilyrði
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Gott vald á íslensku.
  • Standast inntökupróf í því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn og skólinn getur boðið upp á þjálfun í.

Einstaklingar sem hafa lokið áföngum til BS prófs í ferðamálafræði geta sótt um að fá hluta þess náms metinn.

Kennarar

 Fjölmargir kennarar/leiðsögumenn/fyrirlesarar koma að náminu, hver og einn sérfræðingur á viðkomandi sviði.

Kostnaður

Skólagjöld veturinn 2021-2022 eru 550.000 krónur. Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst t.d. skipta greiðslu eftir misseri eða greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá endurgreitt ef nemandi ákveður að hætta í námi á námstíma. Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn en nemendur greiða sjálfir fyrir mat í ferðum svo og gistingu í hringferð um landið. Námsgögn, utan námsefnis frá kennurum, eru ekki innifalin í skólagjöldum.

Inntökupróf í erlendum tungumálum kosta 10.000 krónur og verða þau í lok maí.

Upphafsdagur
Upphafsdagur10 Maí 21
TímalengdSímenntun
Verðkr 550.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða