fbpx

Leiðtoganám í Byrjendalæsi, 3. önn

- Miðstöð Skólaþróunar

Yfirlit

Leiðtoganám í Byrjendalæsi. Námskeiðið er á framhaldsstigi og í umsjón MSHA. Kennsla fer fram á þremur misserum og geta nemendur lokið því á einu og hálfu ári. Gert er ráð fyrir því að nemendur séu starfandi kennarar og hafi möguleika á að tengja námið við starfsvettvang. Meginmarkmið leiðtoganámsins er að styrkja kennara faglega sem leiðtoga í námssamfélagi læsiskennara á yngsta stigi. 

Í námsskeiðinu er sjónum beint að hlutverki leiðtoga í læsi á sviði Byrjendalæsis. Jafnframt að gera kennara meðvitaðri um eigin starfskenningu og hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni m.a. einstaklinga, hópa og reyndra kennara. Leiðtogi í læsi leiðir námssamfélag kennara í sínum skóla með félagastuðningi, samræðum um efni og aðferðir. Viðfangsefnin miða að því að auka og dýpka þekkingu kennara á fjölbreyttum aðferðum sem styðja og efla læsi á öllum stigum grunnskólans og færni í að nota þær. Fjallað er um leiðir til að efla orðaforða og skilning, ritun, samvinnunám og samræðu til náms. Athygli er beint að mikilvægi áhugahvatar fyrir læsisnám, sjálfstæði í námi, námsaðlögun og námsvitund. Á námskeiðinu er horft á viðfangsefni Byrjendalæsis í ljósi tækniþróunar nútímans. Kynnt verða smáforrit sem eru sérstaklega gerð til að þjálfa ýmsa færniþætti í læsisnámi grunnskólanemenda og sköpun.

Hagnýtar upplýsingar

Nýir leiðtogar fá heimsókn í nóvember frá ráðgjöfum MSHA. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Kennslan fer fram í gegnum kennslukerfið Canvas, nemendur hafa aðgang að öllu kennsluefni og fyrirlestrum á netinu. 

Þrjár lotur eru á önninni og eru þær allar í fjarkennslu. 

Tvær af lotunum er fræðsla og innlegg frá ráðgjöfum. Síðasta lotan er kynning á starfaendarannsókn sem kennarar framkvæma á þessari önn. 

 

Efnisskrá

Um er að ræða 15 ECTS eininga námskeið sem skiptist upp í þrjá fimm eininga áfanga. Námskeiðið er vettvangs- og starfsmiðað og munu nemendur gera rannsókn á vettvangi þar sem þeir afla gagna sem unnið er úr í samráði við kennara í þeirra skólum og aðra kennara á námskeiðinu. Kennsla í námskeiðinu verður með fjölbreyttum hætti í formi fyrirlestra, umræðna, verkefnavinnu og fjarfunda. Lögð er áhersla á kennsluhætti sem hvetja til virkrar þátttöku nemenda.

Inntökuskilyrði

Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til kennslu og hafa starfað við kennslu í a.m.k. tvö ár. Hafi umsækjandi ekki lokið grunnnámskeiðum 1 og 2 í Byrjendalæsi  sækir hann smiðjur í  Byrjendalæsi sem haldnar eru á vegum leiðtoga MHSA. 

Kennarar

Anna Sigrún Rafnsdóttir, Íris Hrönn Kristinsdóttir, Jenný Gunnbjörnsdóttir og Sigríður Ingadóttir, sérfræðingar hjá MSHA.

Nánari upplýsingar gefur:
Anna Sigrún (annasigrun@unak.is)

Kostnaður

Leiðtogi í Byrjendalæsi I - haust 2020 - 150.000 kr.
Leiðtogi í Byrjendalæsi II - vor 2021 - 150.000 kr. 
Leiðtogi í Byrjendalæsi III - haust 2021 - 150.000 kr.  

Leiðtogar sem áður hafa klárað leiðtogann í gegnum þróunarverkefnið greiða annað gjald. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Sigrún hjá MSHA, annasigrun@unak.is

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða