Leiðtogastjórnun – samskipti, traust, árangur og gleði

- Stjórnun og færni

Yfirlit

- aukin einbeiting og árangur í starfi með Qigong lífsorku

Í ljósi hraðra breytinga og harðnandi samkeppni aukast kröfur til stjórnenda og starfsmanna, m.a. um samvinnu og jákvæð samskipti - leiðtogahæfni. Þeir þurfa stöðugt að bæta við sig þekkingu og nýta tæknina til að þjóna viðskiptavinum enn betur. Það er mikilvægt að allir starfsmenn sýni frumkvæði og byggi upp hugarfar leiðtoga. Þeir leggi sig fram um að gera betur í dag en í gær, nýti vel tímann og einbeiti sér að mikilvægum verkefnum. Óöryggi, vanlíðan og kvíði er vaxandi áhyggjuefni á vinnustöðum og leiðir oft til langtíma veikinda og kulnunar.

Þekking á Qigong getur hjálpað til við að skapa góðan starfsanda, auka einbeitingu og árangur. 

Qi (Chi) er lífsorkan í öllu sem lifir, tengist himni og jörð. Æfingarnar eru heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans og losa um spennu. Qigong æfingar hafa verið iðkaðar í Kína í yfir 5.000 ár og margar rannsóknir staðfesta áhrif æfinganna til alhliða heilsubótar og lækninga. Þær hafa góð áhrif á andlega og líkamlega líðan, styrkja ónæmiskerfið og minnka líkur á langvarandi kvíða og kulnun.

Hverjum ætlað:
Stjórnendum sem vilja auka þekkingu sína á þjónandi leiðtogastjórnun og stuðla að enn betri samskiptum, auka starfsgleði, árangur og eigin styrk, ásamt því að kynnast áhrifamætti Qigong lífsorkuæfinga.

Efnisskrá

Efnistök:
• Þjónandi leiðtogastjórnun
• Jákvæð menning og einbeiting eykur samkeppnishæfni
• Hvernig stjórnandi byggir upp hugarfar leiðtoga
• Að „heilbrigt“ starfsumhverfi nái til allra starfsmanna
• Þekking á Qigong lífsorkuæfingum og lífsviðhorfum sem bæta stjórnun

Ávinningur:
• Betri skilningur og þekking til að skapa og viðhalda jákvæðum starfsanda
• Þekking á Qigong lífsafstöðu eykur styrk stjórnenda og starfsmanna
• Djúpslakandi og nærandi öndun til spennulosunar
• Eflir jákvæðni, samkennd og núvitund
• Meiri einbeiting og viljastyrkur
• Minni líkur á kvíða og kulnun 

Dagskrá

Tími: 18. sept kl. 9-12:30 -  í fjarkennslu með zoom. Ath. breyttur tími.

Kennarar

Kennari: Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um jákvæða, þjónandi leiðtogastjórnun. Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað Qigong lífsorkuæfingar, sótt námskeið hjá Qigong meisturum og kennt Qigong lífsorkuæfingar. (Viðtal í Fréttablaðinu https://www.frettabladid.is/lifid/grunnur-a-meiri-hamingju/  )

Kostnaður

  Verð: 24.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta sem hefur stundað Qigong frá árinu 1994... ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu".

Upphafsdagur
Upphafsdagur18 Sep 20
Tímalengd
Verðkr 24.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða