fbpx

LISTMEÐFERÐ I: GRUNNNÁMSKEIÐ

- ECTS námskeið

Yfirlit

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun?

Námskeiðið sem er á meistarastigi er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð þar með töldum þeim sem vinna að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda fólki nám.

Á námskeiðinu verður fjallað um grunn hugtök og aðferðir listmeðferðar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, lestri, verkefnavinnu, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur upplifa sköpunarferlið og þann möguleika sem það gefur. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu verða kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er þörf fyrir þekkingu á myndlist né reynslu af listsköpun.

Efnisskrá

Markmið námskeiðsins er að:

  • Kynna grunn aðferðir og hugmyndir listmeðferðar.
  •  Kynna myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, stuðla að tengslum, auka félagsfærni og bæta líðan.
  • Auka skilning á hvernig vandi, tilfinningar, hugsanir og aðstæður eru tjáðar í myndverkum.
  • Þátttakendur kynnist sjálfum sér í gegnum eigið myndmál.
  • Auka þekkingu á því hvernig mögulegt er að mynda tengsl með listsköpun.

Námskeiðið sem er ígildi 5 ECTS eininga verður kennt í tveimur lotum. Einstaklingar sem vilja freista þess að fá námskeiðið metið til eininga inn í meistaranám skulu skila verkefnum og mæta öðrum þeim kröfum sem slíkt nám krefst.

Umsagnir:

  • möguleika til að vinna með listir, sjálfa mig og börn og mann og fjölskylduna alla
  • að horfa inn á við og vita af möguleikum listmeðferðar og vita nokkurn veginn fyrir hvað slík meðferð stendur
  • hvernig lesa má úr myndum og hvernig hugsanir og tilfinningar lifna við á blaðinu
  • hvað listmeðferð er öflugt meðferðartæki
  • þetta var mjög gagnlegt á allan hátt
Kennarar

Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir. Unnur er með meistara- og doktorspróf í listmeðferð og kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Unnur hefur sérhæft sig í listmeðferð fyrir börn í skólum sem hafa orðið fyrir erfiðri reynslu og/eða áföllum. Hún hefur í meira en 25 ár starfað við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum. Unnur er stundarkennari við Listaháskóla Íslands og hefur hún kennt listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri og á ýmsum öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Unnur hefur rannsakað listmeðferð og birt niðurstöðurnar í ýmsum ritum á innlendum og erlendum vettvangi. http://unnur.net/index.php/en/

Kostnaður

Tími:  Fös. 16. nóv. kl. 14-19, lau. 17. nóv. kl. 10-17, fös. 30. nóv. kl. 14-19 og lau. 1. des. kl. 10-17 - alls 25 kennslust.
Verð: 75.000 kr.
Staður: Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða