Málörvun og læsi – MÁL1505160

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeið, 5 ECTS ein., í samstarfi við kennaradeild.
Menntunarfræði, M.Ed: Leikskólastig - Sjá hér (ítarlegri lýsing kemur síðar).

Námsmat: Verkefni - Nemendur geta valið um að taka námskeiðið með einingum og gera verkefni eða án eininga með staðfestri þátttöku. 

Efnisskrá

Námskeiðslýsing: Fjallað er um hvernig vinna má með málörvun yngri barna m.a. í gegnum bækur, ljóð og þulur.

  • Farið er yfir rannsóknir og fræði á bak við skipulagningu samveru- og lesstunda fyrir börn þar sem tekið er tillit til aldurs, þroska og áhuga, sem og samsetningar hópsins.
  • Kynntar eru aðferðir fyrir kennara við að velja bækur, ljóð og þulur sem og aðferðir við flutning/lestur á þeim.
  • Komið er inn á hvernig bækur geta verið leið til að vinna með tilfinningar, líðan og samskipti sem og aðra mikilvæga þætti í daglegu lífi barna.
  • Kynntar eru fjölbreyttar leiðir við slíka vinnu svo sem samræður, heimspekilegar umræður, skapandi starf og fleira.
  • Fjallað er um á hvern hátt má skipuleggja umhverfi sem hvetur til málörvunar og leggur grunn að læsi og ritun.
  • Kynnt verða verkefni þar sem þessir þættir eru í brennidepli.
Dagskrá

Lotur: 2.-6. september og 14.-18. október (líklega verður þetta námskeið 1-2 dagar).

Kennarar

Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor.

Kostnaður

40.000 kr.

Upphafsdagur
Upphafsdagur02 Sep 19
Tímalengd
Verðkr 40.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða