Málörvun og Læsi

- ECTS námskeið

Yfirlit

- Námskeið á meistarastigi, 5 ECTS einingar í samstarfi við kennaradeild

Námskeiðið hentar vel leikskólakennurum sem vilja bæta við þekkingu sína og er gott val fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í átt að meistaragráðu. Verkefni eru bæði hagnýt og fræðileg og eru unnin undir leiðsögn kennara.

Forkröfur: Grunnnám úr háskóla.

Efnisskrá

Fjallað er um hvernig vinna má með málörvun yngri barna m.a. í gegnum bækur, ljóð og þulur. Farið er yfir rannsóknir og fræði á bak við skipulagningu samveru- og lesstunda fyrir börn þar sem tekið er tillit til aldurs, þroska og áhuga, sem og samsetningar hópsins. Kynntar eru aðferðir fyrir kennara við að velja bækur, ljóð og þulur sem og aðferðir við flutning/lestur á þeim. Komið er inn á hvernig bækur geta verið leið til að vinna með tilfinningar, líðan og samskipti sem og aðra mikilvæga þætti í daglegu lífi barna. Kynntar eru fjölbreyttar leiðir við slíka vinnu svo sem samræður, heimspekilegar umræður, skapandi starf og fleira. Fjallað er um á hvern hátt má skipuleggja umhverfi sem hvetur til málörvunar og leggur grunn að læsi og ritun. Kynnt verða verkefni þar sem þessir þættir eru í brennidepli.

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • hafa á valdi sínu leiðir við að vinna með bókmenntir með yngri börnum,
  • geta gert grein fyrir fræðilegum aðferðum við skipulag samveru- og lestrarstunda,
  • geta valið bækur, ljóð og þulur með tilliti til aldurs, þroska og áhuga barna,
  • hafa færni í að segja sögur og lesa fyrir ólíka hópa barna,
  • geta samþætt vinnu við sögur og ljóð við aðra þætti skólastarfs,
  • hafa færni til að skipuleggja og viðhalda málörvandi og læsishvetjandi umhverfi í leikskóla.

Bókalisti: 
Prue Goodwin: Understanding Children's Books A Guide for Education Professionals, 9781847870322 2008.
Betty S. Bardige og Marilyn M. Segal: Building literacy with love. A guide for teachers and caregivers of children from birth through age 5, zero to three press 2005.
 

Námsmat:

Verkefni. Einnig má ljúka námskeiðinu með staðfestri þátttöku.

Kennarar

 

Umsjónarkennari: Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor kennaradeild.

Kostnaður

Staðarlotur á Sólborg: (birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar)

  • Lota I: þri. 4. sept. kl. 8.10-12.30
  • Lota II: þri. 9. okt. kl. 8.10-12.30
  • Lota III: þri. 13. nóv. kl. 8.10-12.30

Verð: 45.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða