fbpx

Merking Vinnusvæða

- Verkfræði - Hönnun - Vísindi

Yfirlit

Merking vinnusvæða er 16 klst. námskeið fyrir verkkaupa, hönnuði og eftirlitsmenn sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja.

Árið 2009 kom út reglugerð nr. 492/2009 með stoð í Umferðarlögum um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við vegi. Þar var m.a. kveðið á um að Vegagerðinni væri falið að skrifa nánari reglur um útfærslu og framkvæmd vinnusvæðamerkinga. Í reglunum eru strangar kröfur um þekkingu og réttindi þeirra sem koma að þessum málum. Þar kemur fram að allir sem koma að þessum málum frá Vegagerðinni og Akureyrarbæ svo og verktakar, hönnuðir og eftirlitsmenn sem tengjast verkefnum á þeirra vegum þurfa að hafa sótt námskeiðið Merking vinnusvæða og lokið prófi eins og gerðar eru kröfur um í umræddum reglum.

Efnisskrá

Efnisþættir: 

  1. Lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun og tegundir, umferðarstjórn. 
  2. Vinnusvæðið, umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit. 
  3. Rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. 
  4. Varnar- og merkingarbúnaður, ljósabúnaður, merkjavagnar, vinnutæki og öryggisbúnaður. 
  5. Lagnavinna o.fl., leyfisskyldar framkvæmdir á vegsvæðum. 
  6. Vinnustaðamerkingar á tveggja til sex akreina vegum og við staðbundna/hreyfanlega vinnu. 
  7. Magntaka, kostnaðaráætlanir, gæðaúttektir og févíti.

Í lok námskeið þreyta þátttakendur próf til réttinda sem gildir í 5 ár. 

 

Markmið:
Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. 

Fyrir hverja? 
Námskeiðið er ætlað þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði. 

Tími: x 2 dagar í janúr kl. 8:30-16:30.

Kennarar

Kennari: Björn Ólafsson, M.S. í byggingaverkfræði, stundakennari við HR og fyrrverandi forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar.

Planning

Námskeiðið er tveir dagar 10.-11. janúar kl. 8:30-16:30 í stofu L102 á Sólborg HA.

Kostnaður

Verð: 62.000 kr. 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða