Microsoft 365: Verkefnastjórnun og samvinna hópa

- Sumarskóli

Yfirlit

Tilgangur námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum Office 365 umhverfið, hvernig það getur komið að notum í daglegum störfum og hvernig hægt sé að nota virkni þess á öruggan hátt. Æskilegt er að nemendur hafi reynslu af notkun lausnarinnar. 

Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa aðgang að lausninni en telja sig ekki notfæra sér möguleika hennar að fullu. Í þessu námskeiði eru kynnt þau verkfæri og aðferðir sem styðja við árangursríkt samstarf hópa/sviða/deilda/verkefnahópa sem vinna saman með skjöl, samskipti og upplýsingar. 

Að námskeiði loknu hafa nemendur öðlast þekkingu og færni í notkun helstu eininga Office 365 og geta sett upp, skipulagt og notað þau verkfæri sem Office 365 hefur upp á að bjóða til að styðja við samstarf innan hópa.  

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi

Efnisskrá

Námskeið skiptist í þrjá meginþætti sem hverjir tengjast öðrum.  

Fyrsti þáttur kynnir þau verkfæri sem eru í lausninni sem sérstaklega eru ætluð til samstarfs og samskipta hópa (Teams, Yammer, Planner, Forms, Lists o.fl)

  • Farið yfir þau forrit/þjónustur sem styðja við skilvirkt samstarf hópa.  

  • Teams kynnt, uppbygging þess, virkni og skipulag. 

Annar þáttur fer yfir skipulag og uppsetningu samvinnusvæða og hvernig hægt er að lágmarka flækjustig og einfalda notendum að finna gögn. Farið er yfir nokkrar aðferðir til að stofna og skipuleggja hópa/teymi innan umhverfisins og helstu kosti og galla þeirra.  

  • Skipting niður í mismunandi hópa/teymi eftir eðli verkefna. 

  • Geymslustaðir fyrir upplýsingar ólíkra forrita kynnt og sýnt hvernig hægt er að tengja saman. 

Þriðji þáttur fer yfir notkun verkfæranna í verkefnastjórnun og hvernig hægt er að auka skilvirkni með miðlægu upplýsingaflæði og gera fólki auðveldara að hafa yfirsýn yfir verkefni, skrár og skipulag. 

  • Notkun Planner, Tasks, Lists og fleira kynnt og farið yfir hvernig hægt er að innleiða einfalda verkefnastýringu og yfirsýn með þeim. 

Dagskrá

Námskeiðið er kennt í sveigjanlegu námsformi. Námskeið stendur yfir í tvær vikur og er 1 klst opin fundur í hverri viku þar sem nemendur geta spurt spurninga og deilt reynslu. Allt námsefni verður aðgengilegt inn á kennslukerfinu þegar námskeið hefst og geta nemendur nálgast það þar á sínum tíma.

Kennarar

Tryggvi R. Jónsson, Ráðgjafi í stjórnun upplýsingatækni og upplýsingaöryggi.
Tryggvi er með BA próf í sálfræði og MA próf í  mannauðsstjórnun frá HÍ ásamt kennsluréttindadiplómu frá HA

Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA.
Auðbjörg er með BA próf í mannfræði, MA próf í félagsfræði og Kennsluréttindi frá HÍ. Hún er með MA próf og doktorspróf í kennslusálfræði (e. Educational psychology) frá Minnesotaháskóla.

Kostnaður

Námskeiðsgjald kr. 3000.- greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2021 við HA þurfa ekki að greiða fyrir námskeiðið. Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða