Námstefna í Byrjendalæsi

- Miðstöð Skólaþróunnar

Yfirlit

Föstudaginn 11. september 2020 heldur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefnu um Byrjendalæsi. Á námstefnunni koma saman kennarar sem kenna börnum á yngsta stigi grunnskóla með kennsluaðferðinni Byrjendalæsi.

Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum.

Á námstefnunni gefst kennurum tækifæri til að hittast, hlusta á áhugaverða fyrirlestra, deila hugmyndum og ræða saman.

Námstefnuna sækja Byrjendalæsiskennarar af öllu landinu en aðrir sem vilja kynnast aðferðinni og hafa áhuga á læsi eru einnig velkomnir.

Kostnaður

Verð á námstefnuna er 5000 kr. 

Upphafsdagur
Upphafsdagur11 Sep 20
Tímalengd
Verðkr 5.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða