Notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu og lausnir Bókunar

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Kröfur fólks um snertilaus samskipti fara vaxandi í ferðaþjónustu sem annars staðar. Í fyrirlestri sínum fjallar Rögnvaldur Már um það hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér samfélagsmiðla eins og Facebook og Instragram til markaðssetningar á þjónustu sinni. Hvaða möguleikar eru í boði og hvaða grunn atriði þurfa að vera á hreinu til að ná árangri. Einnig er komið inn á það hvernig nýta má heimasíðu fyrirtækja til markaðssetningar á samfélagsmiðlum og samspilið þar á milli.

Bókun er heildar bókunarlausnakerfi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Í kerfinu er haldið utan um allar bókanir, vörur og þær söluleiðir sem fyrirtæki kjósa að nota til að selja sína vöru/r á einum stað. Friðrik hjá Bókun mun kynna grunnstoðir kerfisins, sýna framsetningu á helstu virðispunktum kerfisins, vöruuppsetningu, utan um hald á bókunum, helstu söluleiðir og framsetningu á skýrslum sem kerfið hefur upp á að bjóða.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeið ætlað ferðaþjónustunni.

Tími: Fim. 8. apríl kl. 14-16.

Fyrirkomulag fjarnáms

Í fjarkennslu á zoom.

Efnisskrá

Fyrirlestrar, fyrirspurnir, umræður.

Kennarar

Kennarar: Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands og Friðrik Sigurjónsson sérfræðingur hjá Bókun.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða