fbpx

Ofbeldi gegn börnum.

- 100% fjarnám

Yfirlit

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og eru þátttakendur sérstaklega hvattir til að taka þátt í umræðum. Einnig verða settar upp stuttar verklegar æfingar og unnið með tilbúin dæmi.

Markhópur: allir sem starfa með börnum á aldrinum 0-18 ára.

Hagnýtar upplýsingar

Efnistök námskeiðsins er ofbeldi gegn börnum. Andlegt og líkamlegt ofbeldi, vanræksla og kynferðislegt ofbeldi.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu með zoom.

Efnisskrá

Efnistök námskeiðsins:

  • Birtingarmyndir mismunandi ofbeldis gegn börnum.
  • Einkenni barna sem beitt hafa verið ofbeldi.
  • Afleiðingar ofbeldis á börn, bæði til skemmri og lengri tíma.
  • Hvernig við bregðumst við þegar börn segja frá ofbeldi, eða grunur vaknar um ofbeldi.
  • Að tala við börn um ofbeldi og þeirra reynslu - unnið með sýnidæmi og stuttar æfingar.
  • Barnaverndarlögin. Hvað þýða þau, hvert er okkar hlutverk (sem störfum með börnum) og hvert er hlutverk barnaverndar.
Dagskrá

Tími: Miðvikudagarnir 2. og 16. mars kl 13-17.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA, og hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Ingibjörg hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Kostnaður

Verð: 42.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Umsagnir- hef lært á námskeiðinu:

  • Hvað er ofbeldi og hversu algengt það er.
  • Það er alltaf von og það þýðir aldrei að gefast upp.
  • Að auka þurfi tengsl kennara og leikskóla við barnavernd.
  • Átta mig betur á hvað hver og einn getur gert, ber að gera og hvernig.
  • Tilkynningaskyldan, hversu mikilvæg hún er í ljósi þess sem gæti gengið á.
  • Að fylgja betur eftir „óbeinum“ skilaboðum.
  • Að standa á sinni sannfæringu ef að mér finnst ekki nógu vel búið að barni og tilkynna það.
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða