Ofbeldi gegn börnum

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Efnistök námskeiðsins er ofbeldi gegn börnum. Andlegt og líkamlegt ofbeldi, vanræksla og kynferðislegt ofbeldi.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og eru þátttakendur sérstaklega hvattir til að taka þátt í umræðum. Einnig verða settar upp stuttar, verklegar æfingar og unnið með tilbúin dæmi.

Hagnýtar upplýsingar

Markhópur námskeiðsins: allir sem starfa með börnum á aldrinum 0 – 18 ára.

Efnisskrá

Efnistök námskeiðsins:

 • Birtingarmyndir mismunandi ofbeldis gegn börnum
 • Einkenni barna sem beitt hafa verið ofbeldi
 • Afleiðingar ofbeldis á börn, bæði til skemmri og lengri tíma
 • Hvernig við bregðumst við þegar börn segja frá ofbeldi, eða grunur vaknar um ofbeldi
 • Að tala við börn um ofbeldi og þeirra reynslu – unnið með sýnidæmi og stuttar æfingar
 • Barnaverndarlögin. Hvað þýða þau, hvert er okkar hlutverk (sem störfum með börnum) og hvert er hlutverk barnaverndar.
Dagskrá

Tími: Mið. 6. og 20. okt. kl. 13-17.

Námskeiðið er einnig í fjarkennslu með zoom.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi BA, MA, hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Einnig hefur hún haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Kostnaður

42.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Hef lært:

 •  hvað er ofbeldi og hversu algengt það er
 • að auka þurfi tengsl kennara og leikskóla við barnavernd
 •  átta mig betur á hvað hver og einn getur gert, ber að gera og hvernig
 •  tilkynningaskyldan, hversu mikilvæg hún er í ljósi þess sem gæti gengið á
 •  að fylgja betur eftir „óbeinum“ skilaboðum
 • að standa á sinni sannfæringu ef að mér finnst ekki nógu vel búið að barni og tilkynna það
Upphafsdagur
Upphafsdagur06 Okt 21
Tímalengd
Verðkr 42.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða