Örnámskeiðsdagar í samstarfi við Capacent

- Námskeið í samstarfi við Capacent.

Yfirlit

Símenntun Háskólans á Akureyri í samstarfi við Capacent kynna örnámskeiðsdaga sem haldnir verða alla þriðjudaga í mars. Á hverjum þriðjudegi milli 18 og 19 má finna skemmtilegar vinnustofur sem vert er að skoða.

Efnisskrá

5. mars – Ferilskráar- og kynningarbréfagerð

Ráðgjafar Capacent hafa margra ára reynslu af því að fara yfir ferilskrár og kynningabréf og vita vel hvað þarf að hafa í huga. Farið verður yfir helstu atriði sem skipta máli.
Þeir sem sækja námskeiðið eru beðnir um að hafa með sér tölvu. Gott er að hafa til taks síðustu ferilskrá ef hún er til og hafa til hliðsjónar.

 

12. mars – Glærukynningar – undirbúningur og framkoma

Allir sem fara í gegnum háskólanám þurfa á einhverjum tímapunkti að halda kynningu með glærum. Farið er yfir hvað skiptir máli við framsetningu glæra og hvernig megi flytja kynninguna á sem áhrifamestan hátt. Þá verður einnig unnið með kvíða fyrir slíkar kynningar.

 

19. mars – Tímastjórnun í hópavinnu

Allir sem mæta vinna ákveðið verkefni og nota til þess tímastjórnunartól sem hægt er að nota áfram í hvers kyns hópavinnu. Notast verður við LEGO kubba og unnið í hópum.

 

26. mars – Samskipti á vinnustað

Þeir sem sækja námskeiðið taka stutt persónuleikapróf áður. Fjallað er um niðurstöðurnar og hópnum skipt upp eftir niðurstöðunum. Farið er yfir hver einkenni hvers hóps eru og hvað er hvetjandi og hvað er letjandi fyrir hópana. Þá er farið yfir hvernig aðrir geta mistúlkað þau einkenni.
Einnig er farið yfir hvernig megi gefa jákvæða endurgjöf.

Kennarar

Kennarar: Ráðgjafar Capacent

Lísbet Hannesdóttir og Þóra Pétursdóttir

Kostnaður

Kostnaður 9000 krónur fyrir öll fjögur námskeiðin. 

Hægt er að velja þau námskeið út sem þú vilt skrá þig í en þá kostar hvert námskeið 3000 krónur. 
Til að skrá sig á stakt námskeið er hægt að velja námskeiðið á listanum hér að neðan: 

Ferilskráar og kynningarbréfagerð
Glærukynningar-undirbúningur og framkoma
Tímastjórnun í hópavinnu
Samskipti á vinnustað

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða